Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn tímum í sögu lífsins þegar prótíns- míð hófst og DNA tók við af RNA. RNA-eftirmyndun þeirra kann að vera leif frá þeim tímum. RÍBÓSÍM Ekkert hefur orðið hugmyndum um RNA-skeiðið í sögu lífsins meir til framdráttar en fundur RNA-sam- einda með hvötunarvirkni, þ.e. ríbósíma, í nútímafrumum. Það var snemma á áttunda áratugi tuttug- ustu aldar að fyrstu ríbósímin fund- ust. Annars vegar sýndi Thomas R. Cech (4. mynd) fram á að brottnám innraða úr forverum rRNA-sam- einda í frumdýrinu Tetrahymena ther- mophila er hvatað af rRNA-sam- eindinni sjálfri án aðstoðar prótína.10 Hvötunarvirknin er tengd innröð- inni. Hins vegar sannaði Sidney Altman (5. mynd) að RNA-sameind er nauðsynlegur hluti ensíms sem snyrtir forverasameindir allra tRNA-sameinda með því að rjúfa tvíestertengi á alveg ákveðnum stað í forveranum.11 Ensímið er sett saman úr RNA og prótíni en í ljós kom að hvötunarvirknin er tengd RNA-hlutanum. Hér er því um ríbósím að ræða. Þetta efnahvarf er öllum lífverum nauðsynlegt. Það á vitanlega líka við um hvötunar- virkni ríbósómanna sem áður var nefnd. Ríbósómin eru ríbósím. snRNA-sameindir splæsikornanna, sem eins og fyrr var sagt mega lík- lega teljast til ríbósíma, eru líka ómissandi. Hlutverkin sem ríbósím gegna í nútímafrumum eru ekki mörg eða fjölbreytt en þau eru afar mikilvæg.12 Á hinn bóginn hefur mönnum tekist með öflugum val- aðferðum að fá fram í tilrauna- glösum ríbósím sem sýna mun fjöl- skrúðugri virkni. Sem dæmi má nefna hvötun amíðtengja og tengja milli tveggja kolefnisatóma. Einnig er athyglisvert að fram hefur komið ríbósím sem hvatar myndun kirnis- leifar úr ríbósa og pýrimídínbasa.13 RNA-skeiðið Gerum nú ráð fyrir að RNA hafi á ákveðnu stigi snemma í þróunar- 4. mynd. Thomas R. Cech (f. 1947). sögu lífsins verið eina erfðaefnið og reynum að gera okkur grein fyrir helstu eiginleikum þeirra lífvísa - sumir mundu segja lífvera - sem þá voru til. Ætlað er að á þeim tíma hafi RNA ekki einungis verið erfðaefni heldur hafi RNA-sameindir líka hvatað flest efnahvörf frumunnar sem þurftu hvötunar við. Eiginleg prótín hafa ekki verið til, en ekki er útilokað að einstakar amínósýrur eða jafnvel stuttar peptíðkeðjur hafi komið við sögu. Hugsanlegt er að ríbósím líf- vísisins hafi getað tengt amínósýrur í peptíðkeðjur og er líklegast að amínósýruröðin hafi þá verið til- viljunarkennd. Fjöldi mismunandi tiltækra amínósýra hefur þó að lík- indum verið takmarkaður. Einstakar amínósýrur eða stuttar peptíðkeðjur gætu hafa verið gagnlegar sem hjálparþættir ríbósíma.14 Lífvísirinn hlýtur að hafa verið umlukinn himnu sem sennilega hefur verið gerð úr fitusameindum líkt og himnur nútímafrumna. Án himnu má telja útilokað að efna- skipti gætu hafa haldist við. En hversu margbrotinn getur þessi RNA-lífvísir hafa verið? Hve umfangsmikið var erfðaefnið, hversu fjölbreytileg var hvötunar- virkni RNA-sameinda og hve fjöl- skrúðug voru efnaskiptin? Sér- fræðinga greinir mjög á um svör við þessum spumingum. Þótt hlutverk ríbósíma í nútíma- 5. mynd. Sidney Altman (f. 1939). fmmum sé fábreytilegt, þykir mynd- un nýrra ríbósíma á tilraunastofum sýna að hlutverk þeirra gætu hafa verið mun fjölbreyttari fyrr á tímum.15 Einnig er hugsanlegt að efnaskipti lífvísisins hafi að ein- hverju leyti treyst á óhvötuð efnahvörf16 og loks er mögulegt að ýmis nauðsynleg lífefni hafi fengist úr umhverfinu. Er þá farið að gera ráð fyrir ófmmbjarga lífvísi, en um þann kost var rætt í fyrri grein.1 Flestar nútímafmmur hafa þús- undir gena en til em bakteríur sem hafa aðeins nokkur hundmð gen. Minnsta genamengið sem hefur verið raðgreint er úr bakteríunni Mycoplasma genitalium. í genamengi hennar em aðeins um 480 gen.17 Þessi baktería lifir sníkjulífi og kemst þannig hjá því að framleiða sjálf flestar þær smásameindir sem hún þarf þó á að halda. Með hliðsjón af genaþörf þessarar og annarra genafárra tegunda hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að lág- marksfjöldi gena í fmmu með nútí- maskipulagi sé um 260 gen.18 Af þessum 260 genum em um 100 sem þarf til þess að gera prótínmyndun- arkerfið úr garði og um 20 sem nauðsynleg em fyrir eftirmyndun DNA. Þessara gena var augljóslega ekki þörf á RNA-skeiðinu. Þá em eftir um 140 lífsnauðsynleg gen, en mjög ólíklegt er að gen RNA-líf- vísisins hafi verið svo mörg. Hugsanlega hafa sumar RNA- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.