Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Rataskel OG FORN SJÁVARHITI Leifur A. Símonarson Árið 1767 lýsti Carl von Linné meðal annars tveimur skeldýrategundum sem hann nefndi Mya arctica og Mytilus rugosus ' Fjórum árum seinna lýsti hann síðan tegund sem hann gaf nafnið Mytilus pholadis.2 Upp frá því hafa fræðimenn ekki verið á eitt sáttir um greiningu hans og margir talið að hér sé aðeins um eina tegund að ræða, aðrir að þær séu tvær, en fæstir verið sammála Linné um að þær séu þrjár. Hitt virðist ljóst að þau eintök sem Linné fór höndum um tilheyra allar sömu ættkvíslinni þó að hann hafi greint þær bæði til kræklingsættar (Mytilidae) og smyrslingsættar (Myidae). Nú eru þær taldar til ættkvíslarinnar Hiatella, sem Frakkinn Frangois M. Daudin lýsti í riti landa síns Louis A.G. Bosc, en það kom út árið 1801.3 Einhvern veginn svo æxlaðist að áratugum saman var næstum alfarið notað ættkvíslarheitið Saxicava, sem Frakkinn Fleuriau de Bellevue notaði fyrstur í ritum sem komu út árið 1802,4< 5 ári seinna en lýsing Daudins. Tegundarlýsing Rataskel við ísland er gjarnan lýst þannig að hún sé með miskúptar og misþykkar skeljar, allbreytilegar í lögun, egglaga, aflangar eða trapisu- laga, með óreglulegar og blað- kenndar langfellingar eða gára (1. mynd). Sumar skeljar eru fellinga- lausar og nær alveg sléttar. Á ungum eintökum eru skeljarnar oft með hreistur eða raðsetta þyrna frá nefi og niður á afturrönd, eftir tveimur misgreinilegum kjölum á afturhluta skeljanna. Nefið er langt framan við miðju. Aftari bakrönd er lárétt eða því sem næst, en fremri bakröndin meira og minna skáhöll og oft ærið brött. Afturendinn er bogadreginn eða þverstýfður. Kviðröndin er næstum bein eða með grunnan bug um miðjuna. Hjöiin er með eina tönn í hægri skel og tvær í vinstri, en oft eru fullvaxnar skeljar tannlausar. Á innraborði skeljanna má sjá för eftir tvo jafnstóra dráttarvöðva. Misdjúp- ur möttulbugur er á möttullínunni, en hann getur náð inn í miðja skel. Hýðið er mógult eða gulhvítt, en fallgjamt. Út- og innstreymispípur eru frekar langar og að mestu samvaxnar, en innstreymispípan er gjaman lengri en útstreymispípan. Af þessari lýsingu að dæma (sjá t.d. Ingimar Óskarsson 19526) er rata- skelin við ísland og raunar í stærstum hluta Norður-Atlantshafs mjög breytileg. Hafa sumir skeldýrafræð- ingar skipt henni í tvær aðskildar tegundir, Hiatella arctica og H. rugosa (sjá t.d. Sars 1878/ Poppe og Goto 19938). Sú fyrmefnda er miklu rninni, homóttari í lögun og með mun styttri framenda, með skelþyrnum og tenntri hjör og spunakirtil (byssus) sem er ekki hjá þeirri síðamefndu (2. mynd). Ein eða fleiri TEGUNDIR í Norður-Atlantshafi? Rannsóknir á útlitsformum ungra og fullvaxinna rataskelja hafa ekki getað skorið úr um það hvort um eina eða fleiri tegundir sé að ræða í Norður-Atlantshafi. Sars7 nefndi tvær tegundir við Noregsstrendur, Saxicava arctica og S. pholadis, og birti myndir eða teikningar af þeim (2. mynd). Lamy9 bætti um betur og greindi milli þriggja tegunda, Saxicava arctica, S. pholadis og S. rugosa, og taldi þær allar lifa við Island og tvær við Grænland. Winckworth10 nefndi þrjár tegundir frá Bretlandseyjum og nefndi þær Hiatella arctica, H. pholadis og H. gallicana (Lamarck, 1818).11 Enn- fremur taldi Petersen12 að rataskel sú sem nú lifir við Vestur-Grænland, og hann nefndi Hiatella byssifera (Fabricius, 1780),13 væri ekki sama tegund og nú lifir í Norðursjó og við Færeyjar. Þá hafa Poppe og Goto8 greint á milli tveggja tegunda í Norður-Atlantshafi, Hiatella arctica og H. rugosa. Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 29-34, 2004 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.