Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 69
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags nefndu séu tegundir. Það leiddi því af sjálfu sér að mörg gömul jurta- nöfn voru tekin upp sem ættkvísla- nöfn, t.d. Sóley, Fífill, Bládepla og Arfi, eins og Stefán minnist á í for- málanum. Þegar aðeins er um eina íslenska tegund að ræða í ættkvísl er tegund- in yfirleitt samnefnd henni. Dæmi: Fjallabrúða (Diapensia) er bæði ætt- kvíslar- og tegundamafn. Stundum er þó vikið frá þessu, t.d. ber ætt- kvíslin Dryas nafnið Rjúpnalauf en tegundamafnið er holtasóley. Rubus nefnist Klungur en tegundin hrúta- berjalyng. (Þessi aðgreining hefur ekki fest í málinu.) Þessi dæmi sýna að Stefán fór frjálslega með nafngiftareglur sínar og leyfði sér mörg frávik. Vitnar það karmski um fjölhæfni hans og smekkvísi, því að einnig í þessu efni fylgir hann hinni almennu hefð tungumála sem oft eru sjálfum sér ósamkvæm og hafa ótal undan- tekningar frá öllum reglum. Þessi frávik auka fjölbreytni íslensku plöntunafnanna. Gömlu nöfnin Stefán tekur gömlu íslensku nöfnin vanalega upp óbreytt en þau em oftar en ekki til trafala og setja allar reglur úr skorðum eins og fram hefur komið. Steindór Steindórsson (1978) telur að Stefán hafi gert sér far um að kynna sér gömul plöntunöfn af vömm almennings og jafnvel ætlað að semja bók um íslensk plöntunöfn. Engin drög að slíkri bók em þó til frá hans hendi og ekki veit ég til þess að hann hafi safnað nöfnum úr gömlum ritum. Það gerði hins vegar Ólafur Davíðsson sem var Stefáni mjög innanhandar við samningu Flórunn- ar. Hafa sumir lagt Stefáni það til lasts hversu lítinn áhuga hann sýndi á þessari hlið málsins og eins varð- andi nytjar plantnanna eða þjóðtrú þeim tengda. Hending er ef á það er minnst í flóm hans enda tíðkaðist það ekki í samsvarandi erlendum bókum. Steindór vakti athygli á því í greinininni „Islenzk plöntuheiti" í Náttúrufræðingnum 1939 að gömlu alþýðunöfnin væm að tapast og nefnir Flóru íslands sem eina af ástæðum þess: „Ýmsir alþýðumenn hika við að halda þessum gömlu heit- um á lofti, þegar til em hin lög- festu heitin, sem svo mætti nefna, þeir líta á gömlu heitin sem eins konar vanþekkingar- tákn, sem þeir vitanlega vilja ekki láta í ljós að óreyndu; hefi ég þráfaldlega rekið mig á • þetta viðhorf, meðal manna út um land." Það kom reyndar í hlut Steindórs að safna þeim gömlu plöntunöfnum sem til vom í prentuðu máli og handritum og setja saman í bók (Zs- lejisk plöntunöfn, 1978). Byggði hann þar á söfnunarstarfi Ólafs Davíðs- sonar. Skipuleg söfnun plöntunafna úr mæltu máli hefur hins vegar aldrei farið fram, svo mér sé kunn- ugt, og má ætla að mikill fjöldi þeirra hafi glatast. Seinni útgáfur Flórannar Furðu lítilla breytinga verður vart í nafngiftum frá 1. útgáfu Flóru Islands til 2. útgáfu (1924) sem Stefán sá um að mestu leyti. Hann gat þó ekki lagt síðustu hönd á hana því hann lést í janúar 1921. Bendir það til að hann hafi í heild verið nokkuð ánægður með nafngiftir sínar. Valtýr Stefáns- son segir í formála 2. útgáfu: „Fáein- ar breytingar em og á íslensku nöfn- unum og fræðiorðunum, en þær em allar smávægilegar." Til dæmis hefur ættkvíslin Alchemilla, sem í 1. útgáfu var ónefnd, hlotið nafnið Döggblaðka, fallegt nafn en í engu samræmi við tegundanöfnin sem flest enda á -maríustakkur. Nafnið Hnoðri er tekið upp fyrir Steinajurt og tegundanöfnin löguð að því. í 3. útgáfu Flórunnar (1948), sem Stein- dór Steindórsson sá um, virðist nafngiftum 2. útgáfu vera haldið óbreyttum. Það verður heldur ekki annað sagt en að Stefáni hafi tekist vel með nafngiftir sínar og fyrir þær hlaut hann verðugt hrós. Um það farast Steindóri (1939) svo orð: „En á líkan hátt og höfundi Flóru heppnaðist að smíða fræðiorðakerfi, tókst honum einnig svo vel með nafngiftir plantnanna, að nú, nokkmm áratugum eftir að Flóra kom fyrst á prent, em nöfnin orðin jafn munntöm og föst við teg- undimar eins og þær hefðu borið þau frá fýrstu tímum." Það væri þó oflof að segja að Stefáni hefði ekki einstaka sinnum bmgðist bogalistin eins og nokkur dæmi hafa þegar verið nefnd um hér. Aðrar FLÓRUBÆKUR Aðrar bækur um íslensku flóruna hafa að langmestu leyti haldið þeim nafngiftum sem Stefán mótaði í Flóru íslands. í bókinni íslenskar jurtir eftir Áskel Löve, sem út kom í Kaup- mannahöfn 1945, verður sáralítilla breytinga vart nema stundum er fækkað alþýðunöfnum. Árið 1969 var þessi flóra Áskels gefin út nokkuð breytt rmdir nafninu íslenzk ferðaflóra, 2. útgáfa 1977 og ensk útgáfa 1983. I Ferðaflórunni vottar fyrst fyrir einhverjum breytingum frá nafn- giftum Stefáns, t.d. kallast gullbráin nú gullsteinbrjótur og gullsteinbrjót- urinn urðasteinbrjótur en nafni kletta- frúar vogar höfundur ekki að breyta. Tegundir af ættkvíslinni Skúfgras (Eleocharis, áður Scirpus) kallast nú fitjaskúfur, tjarnaskúfur, mýraskúfur o.s.frv. í flestum tilvikum er Áskell að samræma nöfnin betur þeim regl- um sem Stefán mótaði en allmargar breytingar stafa þó af nýrri ætt- kvíslaskiptingu sem Áskell inn- leiddi í Ferðaflórunni, sérstaklega í seinni útgáfum hennar. í ensku út- gáfumii er ættkvíslinni Saxifraga (Steinbrjót) t.d. skipt í 8 ættkvíslir, sem allar fá ný íslensk nöfn (Aura- blóm, Snæblóm, Gullbrá, Stein- brjótur, Steinbrytill, Gullbrytill, Lambarjómi, Þúsunddygðajurt) og breytast tegundanöfnin í samræmi 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.