Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn
2. mynd. Hraunáll séður niður urn op ípaki hraunhellis. Hvítar útfellingar í kring um
opið. Ljósm. Richard Kölbl, mars 1999.
myndarlegasta hraungos síðustu ára
með tilkomumiklum hraunálum (2.
mynd) og myndun súlulaga hraun-
drýla (3. mynd; ekki ólík Kerlingar-
hnúkum á Selvogsheiði, nema
algul). Þetta sjónarspil stóð fram í
nóvember 1999 en þá höfðu ellefu
milljón rúmmetrar af hrauni komið
upp. Síðsumars 1999 hófust þeyti-
gosin á ný í öllum toppgígunum
nema Norðausturgígnum og
3. mynd. Hraundrýli í rauðum og gulum
litum vegna brennisteinsútfellinga. Suð-
austurgígurinn í baksýn. Ljósm. Richard
Kölbl, mars 1999.
breyttist Nýigígur verulega í útliti.
Gígveggirnir hrundu nokkrum
sinnum og langar hrauntraðir
teygðu sig niður vesturhlíðar Ehru.
Aska féll yfir þorpin Milo, Fomazzo
og nokk ur fleiri, en verulegt tjón
varð þó ekki að sinni enda virknin
hátt uppi í fjallinu. Stóð þessi gos-
virkni, einkum í Suðausturgígnum,
með nokkrum hléum fram í júlí
2001.2'3
GOSIN 2001 OG 2002-2003
Þartn 14. júlí 2001 hófst gos í Suð-
austurgígnum samfara jarðskjálfta-
virkni í suðurhlíðum Etnu vegna
kvikuhreyfinga. Dagana 17.-19. júlí
opnaðist löng gossprunga með
stefnu norður-suður í 2000 til 3000 m
hæð og þvert yfir fjallstindinn (4.
mynd). Þessi sprungustefna er
sjaldgæf í Etnu. Hraun rann yfir
aðkomuhús kláfferju í hlíðum fjalls-
ins og lagði hana í rúst. Ferðamaður
hryggbrotnaði er hann varð fyrir
hraunkúlu þegar kröftug sprenging
varð í „Laghetto" eða Tjamargíg í
2600 m hæð. Maðurinn var að virða
fýrir sér hrauntungumar sem skriðu
yfir ferðamannabæinn Rifugio
Sapienza, sem er í þriggja kflómetra
fjarlægð frá gígnum. Það sem var
óvenjulegt og mjög áberandi í
gosinu 2001 voru stórir amfiból-
kristallarc (5. mynd), lausir í ösk-
unni, allt að 8 cm langir og næstum
1 cm breiðir, en þeir komu eingöngu
úr neðri hluta spmngunnar sem var í
2100 til 2550 m hæð. Með þeim komu
upp sandsteinshnyðlingar, u.þ.b. 30
cm í þvermál.4, 5 Amfibólkristallar
em einkum algengir í þeim hraunum
Etnu sem mnnu fyrir rúmlega 15.000
ámm, þegar síðast varð hamfaragos í
fjallinu, en það gos minnir um margt
á gosið í Helenufjalli (Mt. St. Helens)
í Washingtonríki í Bandaríkjunum í
maí 1980. I gosmyndunum yngri en
15.000 ára hafa amfibólkristallar
aðeins fundist í fáum hlvikum og þá
helst sem bráðnaðar leifar af stærri
kristöllum. Þetta á t.d. við um hraun
frá miklu gosi sem varð árið 122 f.Kr.
og einnig hraun frá 1892 (munnl.
upplýs. Sonja Calvari, Massimo
Pompilio).
Það þóttu því mikil tíðindi að
kristallar af þessu tagi skyldu
birtast að nýju í verulegum mæli í
hraunum Etnu. Sú spurning
vaknaði hvort aðfærslurásir kvik-
unnar í Etnu og um leið goshegðun
fjallsins væri að taka nýja og hættu-
legri stefnu. Svohljóðandi frétt barst
um heiminn: „Etna gýs vatni í
fyrsta skipti í 15.000 ár!" Jafnvel
stærri fréttastofur Evrópu könnuðu
þó ekki nánar hvað þetta þýddi í
raun og veru. Þessi goshegðun
vakti á hinn bóginn athygli
undirritaðs, sem fékk tækifæri til að
ferðast ókeypis aðra leiðina til
Sikileyjar. Daginn áður en lagt var
af stað, 9. ágúst 2001, var eins og
skrúfað hefði verið fyrir alla virkni í
gosstöðvunum enda þótt flestir
hefðu búist við að gosið héldi áfram
mánuðum saman. Það er því ekki
óhugsandi að ókeypis farmiði að
spúandi eldfjalli geti reynst ágætis
slökkvitæki þótt um slíkt verði ekki
rætt frekar hér.
Gosið stóð aðeins í tæpar þrjár
vikur og reyndar fór að draga úr því
strax efhr tvær vikur. Amfibólið og
áberandi þeytigosavirkni í neðri
hluta sprungunnar báru vott um að
c Amfiból: Hópur silíkatsteinda meö tvöföldum keðjum kísilferflötunga. Amfiból hafa m.a. vatn bundið í kristalbyggingu sinni og eru því kölluð „vatnaðar"
steindir.
4