Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lífsins komst á milli kimaþrennda og amínósýra hafi verið tilviljunar- kennd eða átt sér efnafræðilegar forsendur.23,15 Smám saman hafa prótínin, sem fyrst voru lítils megnug, leyst ríbósímin af hólmi sem hvata efnahvarfa. DNA SEM ERFÐAEFNI Þegar hér var komið sögu var eflaust skammt í það að DNA tæki við hlutverki RNA sem erfðaefni. Að líkindum hefur DNA fyrst verið myndað sem afrit af RNA-sameind- um lífvísisins og afritunin hvötuð af prótíni með svipaða sérvirkni og víxlritar víxlveira. Ef til vill hefur RNA-fjölliðari lífvísisins í fyrstu annast þetta starf. Því næst hefur þróast aðferð til að eftirmynda DNA sérstaklega, en einnig hefur þurft að vera hægt að umrita það yfir í RNA sem nota mátti sem mót við prótín- smíð, þ.e. sem mRNA. Áður hafði RNA-erfðaefnið sjálft verið notað sem mót við prótínsmíð. Stærsti ávinningurinn við umskiptin var stöðugleiki DNA. Það er ekki víst að yfirtaka DNA á hlutverki erfðaefnis hafi þurft að taka langan tíma. Það er a.m.k. ljóst að hún var ekki líkt því eins marg- slungin og tilurð prótínsmíðar. Margs er þó að gæta. RNA-erfðaefni lífvísisins hefur sennilega verið í mörgum bútum en DNA-afrit þess hafa smám saman safnast í langar keðjur eða litninga sem skipst hafa í starfseiningar, gen. Eftirmyndun DNA-keðja hefur verið ónákvæm í upphafi en hún hefur orðið ná- kvæmari eftir því sem sérstakt DNA-fjölliðunarkerfi þróaðist. í nútímafrumum eru slík kerfi geysi- lega margbrotin og nákvæmni þeirra með ólíkindum, eins og áður var nefnt. Nákvæmnin er til vamar gegn stökkbreytingum, en það væri lífverunum þó ekki í hag að koma alveg í veg fyrir þær. Það er heldur ekki gert. Einnig hefur aðferð um- ritunar verið fullkomnuð. Grann- skipulag umritunar er þó enn þann dag í dag tiltölulega einfalt, en til viðbótar geta komið margs konar stjómþættir sem stilla umritun eftir þörfum frumunnar. Litningaskipulag og regluföst eftirmyndun erfðaefnis eru for- sendur frumuskiptinga þar sem tryggt er að dótturfrumur fái allt erfðaefni móðurfmmu í sinn hlut. Þar með vom komnar fram á sjónar- sviðið eiginlegar fmmur, þótt fmm- stæðar væm og ættu eftir að taka miklum breytingum. Líf líkt því sem við þekkjum. Eftirleikurinn Þegar komnar voru fram frumur sem höfðu stöðugt erfðaefni og gátu framleitt ýmiss konar prótín, má búast við að þróun hafi verið hröð.24 Genum hefur fjölgað við tvöföldun þeirra sem fyrir voru og mismunandi sérhæfingu þeirra eftir tvöföldunina. Að sama skapi hefur prótínum fjölgað, enda fjöl- margra nýrra prótína eflaust þörf. Vegna ónákvæmni í eftirmyndun DNA hafa stökkbreytingar í genum verið mun tíðari en nú gerist og margvísleg afbrigði prótína hafa myndast og verið reynd í tilrauna- smiðju þessara fyrstu frumna. Megindrættir frumustarfs höfðu verið markaðir og hafa lítið breyst síðan. Að vísu er nú verulegur munur á skipulagi dreifkjarnafrumna og heilkjarnafrumna en eftirmyndun DNA, umritun gena og prótín- myndun fara fram með mjög svipuðum hætti í báðum frumu- gerðum. Reyndar er dreifkjörnung- um nú skipt í tvö fjarskyld veldi, raunbakteríur og fornbakteríur. Heilkjörnungar eru þriðja veldi lífheims.25 Greiningin í þessi veldi hefur gerst eftir að þróun prótín- myndunarkerfisins var mjög langt á veg komin. Svipað má segja um ensím umritunar, en ýmislegt bendir til þess að ensímkerfi DNA- eftirmyndunar hafi enn verið í mótun þegar þróunarbrautir þess- ara þriggja velda aðskildust.26 Víst er að allar þekktar lífverur búa nú við sama grunnskipulagið - þar sem DNA gegnir hlutverki erfða- efnis, RNA hefur milligöngu við tjáningu erfðaboða og fjölbreytileg prótín annast flest störf frumunnar. Samantekt Eins og fram hefur komið hér að fra- man er það einkum þrennt sem styður tilgátuna um RNA-skeiðið í forsögu lífsins. Hið fyrsta er að líf- efnafræðileg rök benda til þess að RNA hafi komið fram á undan DNA. I annan stað hefur sannast að RNA-sameindir, ríbósím, hvata viss mikilvæg efnahvörf í nútíma- frumum og fjölbreyttari ríbósím hafa fengist með vali á virkum kjam- sýmröðum. Loks bendir margt til ævaforns uppruna ýmissa helstu RNA-sameinda nútímalífvera, t.d. bæði rRNA- og tRNA-sameinda. Tilgátan um tímabil í sögu lífsins þar sem RNA gegndi bæði hlutverki erfðaefnis og lífhvata verður því að teljast nokkuð sannfærandi. Afar margt er samt óvíst um RNA-skeiðið. Sá sem þetta ritar telur að vart hafi verið um burðugt líf að ræða og vill því tala um lífvísa frekar en líf. Þótt gera verði ráð fyrir að lífvísarnir hafi verið umluktir himnu, sem þeir hafi ef til smíðað sjálfir, er mjög óvíst um umfang efnaskipta. Það hefur oltið á fjöl- breytni ríbósíma en hugsanlega hefur lífvísirinn fengið mikið af nauðsynlegum lífefnum úr um- hverfi sínu. Ekki er ólíklegt að stakar amínósýrur eða jafnvel stutt peptíð hafi komið við sögu sem hjálpar- þættir ríbósíma. RNA-sameindir hafa líklega ekki verið tengdar saman í litninga og skiptingar líf- vísanna hafa verið með óreglulegu sniði. Mikil bylting hefur orðið þegar lífvísunum lærðist að búa til prótín. Hugsanlegt er að gruimur að prótín- myndunarkerfinu hafi verið lagður af RNA-eftirmyndunarkerfi lífvís- anna. Bæði tRNA-sameindir og rRNA-sameindir ríbósóma kunna að vera eins konar sameindastein- gervingar úr eftirmyndunarkerfinu, þótt miklar breytingar hljóti að hafa orðið á starfsemi hvorra tveggja í tímans rás. Fyrstu peptíðkeðjumar hafa að líkindum verið stuttar, 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.