Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn
1. mynd. Kort af Vestfjörðum. - Map of
Vestfirðir.
HÁLENDI VESTFJARÐA
Vestfjarðakjálkinn (1. mynd) er mjög
hálendur og vart um undirlendi að
ræða nema sums staðar meðfram
ströndum og í þröngum dölum.
Hæst eru fjöllin milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar þar sem Kaldbak vantar
ekki nema 2 m á 1000 m hæð yfir sjó,
að því er fram kemur á kortum her-
foringjaráðsins danska frá 1914 sem
óvíða skeikar í þeim efnum.
Lambadalsfjall milli Dýrafjarðar og
Isafjarðardjúps er aðeins 40 m lægra.
Drangajökull er sagður ná 925 m hæð
en áreiðanlegar mælingar vantar þar.
Upp af botni Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar eru svo þrjár ávalar
hæðir í röð frá norðri til suðurs. Sú
nyrsta þeirra, Sjónfríð, er 917 m yfir
sjávarmál samkvæmt kortum Orku-
stofnimar, sem eru þau nákvæmustu
sem til eru af þessu svæði (2. mynd).
Hæðin í miðið teygir sig upp í 905 m
y.s. en sú syðsta er 844 m y.s. Þá eru
Reiphólsfjöll talin ná yfir 900 metra
hæð. Annars staðar á Vestfjörðum eru
fjöll innan við 900 metra yfir sjó.
Eiginlegir jöklar eru þar nú einungis
á hæstu fjöllum norðan Djúps
(Drangajökull) og á örfáum stöðum
norðan undir háum fjallabrúnum
(skálarjöklar) (3. mynd).
GAMLAR heimildir um
Glámu
Elsta heimild um Glámu er í
Fóstbræðrasögu' sem talin er rituð
um miðja 13. öld. Þar er hún undir
2. mynd. Kort Orkustofnunar afGldmu með 5 m hæðarlínum, upphaflega í mælikvarða
1:20.000. Ekki er völ d öðrum jafnndkvæmum kortum aflandslagi svæðisins. - Map of
Gldma area originally in scale 1:20,000 with 5 m contours.
nafninu Glámuheiði (Glámuheiður
í nefnifalli), en Gríma og Kolbakur
nota þá flóttaleið úr Ögri og fóru
síðan fjöll suður á Barðaströnd. Þar
og æ síðar er Glámu getið fyrst og
fremst sem fjallvegar milli byggða
á Vestfjörðum, einkum milli fjarða
vestan Djúps annars vegar og
Arnar- og Dýrafjarðar hins vegar. I
Sturlungu ' er sagt frá ferð Þorvalds
Vatnsfirðings um Glámuheiði til
vígs Hrafns Sveinbjarnarsonar. Á
tveim öðrum stöðum í sama verki
er fjallvegurinn aðeins nefndur
Gláma. Hirðstjóraanndll segir frá
för nærri 90 manna vestur yfir
Glámu seint í júlí 1394.
Næstu heimildir um Glámu er
að hafa af korti Guðbrands Þorláks-
sonar sem upphaflega var gert um
1570. I elstu prentuðu útgáfu
kortsins (Ortelius, Theatrum orbis
terrarum, prentað 1590)' stendur
„Glama" inn af Arnarfirði og eru
flest nöfn á því korti meira
afbökuð. Ekki er Drangajökull
nefndur á þessu korti en getið um
sísnævi (perpetuæ nives) sem næst
á Tröllatunguheiði. Þessum upp-
lýsingum ber að taka með varúð,
en einhvers staðar hafa menn þóst
vita af sísnævi á þessum slóðum.
Gláma er síðan merkt samvisku-
samlega á flest kort sem nokkur
veigur er í næstu hálfa aðra öldina.
48