Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags uppspretta frjóvgunar. Því er eins líklegt að þessi jurt eigi eftir að hverfa af sjónarsviðinu eftir nokkur ár. Mjög mikið var af túnsmára (alsíkusmára) meðfram veginum þama á löngu svæði. Hann er einnig af erlendum uppruna, líklega ættaður frá gömlum sáningum með- fram veginum. íslenska nafnið skúfasúra notaði Ingimar Óskarsson yfir Rumex thyrsiflorus í þýðingu bókarinnar Villiblóm í litum.3 Vorþulur (vorkrossgras, vorfífill) Senecio vernalis Waldst. & Kit. Einær jurt með marggreindum blómskip- unum sem bera fjölmargar körfur, 2,0-2,5 cm í þvermál, með gull- gulum tungukrónum í jaðri en pípukrónum í miðju. Umhverfis hverja krónu eru rúmlega 20 aflöng, græn og odddregin reifablöð sem rétta úr sér þegar fræin fara að þroskast. Eftir fræfallið verða þau Ijósbrún og standa eins og armar beint út frá blómbotninum sem við það myndar eins og tuttuguarma stjörnur (2. mynd). Á sama tíma eru stöðugt nýjar körfur og ný blóm að springa út. Því er greinilegt að fræframleiðslan er mjög mikil á hverju sumri. Laufblöðin eru lítt áberandi nema neðst, aflöng og margflipótt, fliparnir hvasstenntir og krypplaðir til jaðranna. Einar Þorleifsson fuglaleiðsögu- maður benti mér fyrst á þessa jurt í vegsáningum meðfram Tjörnes- vegi. Fór ég síðar á vettvang og tók sýnishorn af jurtinni til greiningar. Síðar sá ég þessa sömu tegund einnig í vegsáningum við Lauga- land í Hörgárdal. Áberandi var að mjög mikið var af völvubrá (Matricaria perforata) í þessum sömu sáningum, bæði á Tjörnesi og á Laugalandi. Völvubráin líkist fljótt á litið baldursbrá, en hefur miklu grennra vaxtarlag, er hávaxin og greinist aðeins ofan til. Völvubrána sá ég miklu víðar í vegsáningum í sumar. Á höfuðborgarsvæðinu virðist hún vera orðin nokkuð útbreidd, og hefur sést þar öðru hverju síðan fyrir 1970. Ekki er nein reynsla af því enn hvort vorþulurinn er líklegur til að breiðast frekar út hérlendis, en ef dæma má af hinni gífurlegu fram- leiðslu snemmþroska fræja mætti ætla að svo væri. Hann er gamall, innfluttur slæðingur annars staðar á Norðurlöndum, og vex þar víða meðfram vegum og sem aðskota- jurt í sáningum með grasfræi. Mörg mismunandi nöfn hafa verið notuð á þessa jurt á íslensku. Ingimar Óskarsson nefnir hana vorkrossgras,3 en Ingólfur Davíðs- son notar hins vegar nafnið vorfífil á sömu tegund.4 Óskar Ingimarsson notar síðan aftur nafnið vorkross- gras í Flóru Islands og Norður- Evrópu.5 Ágúst H. Bjarnason notar að lokum endinguna þulur fyrir nokkrar tegundir af Senecio-ætt- kvíslinni í Stóru garðabókinni.6 Þótt þessarar tegundar sé ekki getið þar, býður sú hugmynd upp á styttra og meðfærilegra nafn á hana, og gæti hún þá heitið vorþulur sem er mun styttra og meðfærilegra en vorkrossgras eða vorkrossfífill. Gljádepla Veronica polita Fries er lítil og fremur fíngerð, einær jurt með ljósblá blóm sem eru aðeins 5-6 mm í þvermál. Stöngullimi er læpulegur eða að mestu jarðlægur (3. mynd). Hið íslenska nafn hennar er ekki alls kostar heppilegt þar sem hún er ekki gljáandi, þótt hún sé hins vegar lítið hærð. Gljádepluna fann ég í gras- sáningum heima hjá mér að Amar- hóli í Kaupangssveit, Eyjafirði. Ég hafði keypt fræ af túnvingli og vallarsveifgrasi sem ég blandaði saman, og hefur fræ gljádeplunnar væntanlega verið í öðmm hvomm skammtinum. Ég tel litlar líkur á að hún hafi náð að þroska fræ sumarið 2003 og því líklegt að hún hverfi aftur á þessum stað. Gljádeplan er náskyld akurdeplu (Veronica agres- tis), en hún hefur sést einu sinni hér á landi, í Reykjavík árið 1963.2 Nafnið gljádepla notar Óskar Ingi- marsson á þessa tegund í Flóru Islands og Norður-Evrópu árið 19925 og fylgi ég því hér. 2. mynd. Vorþulur, þurrkað eintakfrá tiý- sáningum meðfram Tjörnesvegi. Ljósm. Hörður Kristinsson. Síberíugrýta Claytonia sibirica L. Þessi jurt mun vera í ræktun hérlendis sem skraut- jurt í görðum. Hún er safamikil, hárlaus, með ljósrauðum blómum, 1,2 til 1,8 cm í þvermál. Á stönglin- um em áberandi, gagnstæð blaðpör með heilrendum, egglaga til hjarta- laga blöðum. Stofnblöðin em lang- stilkuð. Þessi jurt er skyld hinni smávöxnu íslensku lækjagrýtu, sem hefur örsmá hvít blóm, og er raunar stundum talin til sömu ættkvíslar. Helgi Hallgrímsson veitti þessari jurt fyrst eftirtekt austur á Seyðisfirði er við vomm saman á ferð þar sum- arið 2002 með Evu G. Þorvalds- dóttur. Síberíugrýtan myndaði þar nokkra breiðu í skurði í útjaðri bæjar- ins og var í fullum blóma í byrjun júlí. Ég fór aftur þama um síðastliðið sumar og tók þá sýnishorn af plöntunni. Hún er að einhverju leyti fjölær, og er því líkleg til að verða þama áfram ef hún fær að vera í friði. 1 Noregi er síberíugrýtan slæðingur sem hefur ílenst sums staðar í skóglendi og breiðist þar eitthvað út. íslenska nafnið síberíugrýta er ættað frá Óskari Ingimarssyni í þýðingu bókarinnar Flóra Islands og Norður-Evrópu.5 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.