Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 88

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 88
Náttúrufræðingurinn yfir 300*C öflugt varmastreymi (kvikuhólO I- Djúpvatn í sprungum < 3#C Djúpvatn á miklu dýpi Lítið varmastreymi (þykk jaröskorpa) F RAMT í ÐA RVATN SBÓL ÞJÓÐARI N NAR í HÆTTU Vatnasvið Þingvallavatns býr yfir miklu meiri auðlind en nokkurn hafði órað fyrir. Skyldi nokkurn gruna að vatnið úr Vellankötlu sé frá miðöldum eða jafnvel miklu eldra? Eitt stærsta háhitasvæði íslands er Hengilssvæðið sem liggur á barmi Þingvallavatns og fær vatn alla leið úr Langjökli. Vatnasvið Þingvalla- vatns hefur að geyma um fjórðung af öllu grunnvatni í byggð á Islandi (7. mynd). Það er því ekki að ástæðulausu að ríkisstjómin hefur lagt fram frum- varp" á Alþingi til þess að vemda vatnasvið Þingvallavatns, allt frá vatnaskilum í Hengli inn í Lang- jökul, því að þar liggur framtíðar- vatnsból þeirra 70% þjóðarinnar sem búa á suðvesturhomi landsins. Það er höfuðnauðsyn að halda þessu vatni ómenguðu þegar Gvendar- brunna þrýtur, en sú stund nálgast óðum með þeirri fólksfjölgun sem er á svæðinu. Hraðbrautir OG MENGUN í Þingvallavatn berast 115 tonn af nitri (N03-N) og 69 tonn af fosfór (P04-P) á ári (8. mynd). Þessi næringarefni berast því vatninu í hlutfallinu tæplega 2:1, en þömngar þurfa þessi lífsnauðsynlegu efni í hlutfallinu 7:1. Nitur er pví takmark- andi fyrir vöxt og viðgang þörunga. Komið hefur í ljós að á sumrin er ekkert mælanlegt nitur í vatnsboln- um allt niður á 25-30 m dýpi þegar vatnið er hitalagskipt. Aðeins ör- smáir þömngar geta þrifist við þær aðstæður og því er vatnið tært (rýni = 15 m) þrátt fyrir að birta og vatns- hiti séu í hámarki. Þetta þýðir í stuttu máli að allri mengun, beinni sem óbeinni, verður að halda í algjöm lágmarki á vatnasviði Þing- vallavatns. Öll vemdun Þingvalla- vatns hlýtur að miðast við að stöðva niturinnrennsli í vatnið. Samkvæmt úrkomumælingum á írafossi er áætlað að það rigni um 15 tonnum af nitri á vatnið sjálft á ári. Þetta er stærsti mengunarvaldur í vatninu ásamt bilaumferð, sem bæði gefur frá sér nitur og brennisteins- sambönd. Flestir muna eftir hinni gulbrúnu niturslæðu sem stundum lagði frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og meðfram Esjunni. Hún er táknræn ímynd niturmengunar sem mun verða alvarlegri í Þing- vallasigdældinni eftir því sem um- ferð eykst en á liðnum aldarfjóðungi hefur bílaumferð um Þingvelli tvö- faldast. Niturský bílamengunar má sjá yfir Reykjavík í kyrru veðri sem hismi við sjóndeildarhring. Nitur berst óhindrað gegnum jarðveg vegna þess að jarðvegsagnir soga það illa til sín. Nítratið (N03) helst í upplausn og skolast auðveldlega út í grunnvatn sem eitrast, nema rætur gróðurs nái til þess áður. Hraun þekja meira en helming vatnasviðs Þingvallavatns og á þeim er jarð- vegurinn örþunnur. 7. mynd. Vatnasvið Þingvallavatns er stærsta grunnvatnsauðlind á íslandi. Grunnvatnið sem til vatnsins streymir á efstu upptök sín undir Langjökli, í jökulbráð. Við vatnið bætist sífellt á leið þess um lek jarðlög niður til Þingvalla- vatns. Hluti jökulvatnsins fer djúpt í jörðu og rennur þar fram í lokuðum sprunguskörum, uns það sprettur aftur upp á jarðhitasvæðinu á Nesjavöllum. (Úr bókinni Þingvallavatn. Undraheimur í mótun. Frumteikning Freysteinn Sig- urðsson 2000). Samkvæmt mælingum er áætlað að niturmengun hafi aukist um 25- 30% síðustu áratugi. Verði þjóð- garðurinn hluti af hraðbrautakerfi mun mengun þar aukast gífurlega og valda óbætanlegum spjöllum á lífríki Þingvallavatns og einu helsta vatnsforðabúri þjóðarinnar. Til íhugunar er rétt að nefna rannsóknir á Mývatni til saman- burðar. Þær sýndu að nituraukning í Ytriflóa jókst úr 1,6 g í 5,6 g á m3 á ári á tímabilinu frá 1969 til 1989. Álagið meira en þrefaldaðist á 20 árum. 8. mynd. Kort yfir niturflæði til Þing- vallavatns. Náttúrulegt innrennsli af nitri er um 115 tonn á ári og rennur það aðallega í norðanvert vatnið. Árlgea berast um 35 tonn niturs út í vatnið frá bílum, andrúmsloftinu, ferðamönnum og sumarhúsum, ræktun (þ.á.m. sitkagreni) og landbúnaði. Aukning síðustu áratugi er um 25-30%. (Úr bókinni Þing- vallavatn. Undraheimur í mótun). a Frumvarp til laga um vemdun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. 130. löggjafarþing 2003-2004. Þskj. 1420 - 934. mál. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.