Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Richard H. Kölbl Kataníu Aska YFIR Eldfjallið fræga Etna á Sikiley er fjarri því að vera útkulnað (1. mynd). Eftir mikið gos í fjallinu 1991-1993, sem sagt var frá í Náttúrufræðingnum,1 urðu á árunum 1995-2000 nokkur myndarleg þeytigos og hraunrennsli úr toppgígum Etnu, en þó ekki af þeirri stærðargráðu að tjón hlytist af. Algjört goshlé var milli 1993 og 1995. Það dró þó fyrst verulega til tíðinda sumarið 2001 og haustið 2002 með umtalsverðum gosum, jarðskjálftum og tjóni á mannvirkjum. Þó svo að fræðimenn hafi lært fjölmargt af gosinu 1991-1993 má enn búast við að fjallið komi mönnum á óvart. í goshrinunni 2001-2003 fundust óvenjulega stórir amfibólkristallar í gjósku og hrauni sem áður tengdust oftast hamfaragosum. Auk þess var sprengivirknin miklu meiri en verið hafði áratuginn á undan. Þá hafa rannsóknir á vissum snefilefnum í gosbergi einnig orðið til þess að nú velta fræðimenn vöngum yfir því hvort gamla góða Etna sé kannski að skipta um ham og eldgosin að breytast úr hraungosum yfir í hættuleg þeytigos. Af þessum sökum hefur lögreglu og sýslumönnum á svæðinu þótt ráðlegt að banna fólki frá og með síðastliðnu vori að fara hærra upp í fjallið en í 1900 m hæð nema í fylgd reyndra fjallaleiðsögumanna, en Etna er sem stendur um 3300 m að hæð. Þeir sem óhlýðnast þessu banni geta valið milli þriggja mánaða fangelsisvistar eða greiðslu sektar sem nemur 200 evrum, en það samsvarar u.þ.b. 16.000 krónum. Valið virðist ekki erfitt. Hér á eftir verður fjallað um gossögu síðustu tíu ára og hugsanlega hættu á ham- faragosum í Etnu í náinni framtíð í ljósi nýrra kenninga. Þær eru byggðar á niðurstöðum nýrra rann- sókna sem eru komnar á það stig að nú má, með fullri varfærni þó, draga upp nýja mynd af Etnu þótt ekki séu öll smáatriði útskýrð enn. SjÓNARSPI L í TOPPGÍGUNUM 1995-2000 Gosið 1991-1993 var dæmigert hlíðagos þar sem toppgígamir létu nánast ekki á sér kræla allan tímann. Árið 1994 sýndu mælingar að fjallið var farið að þenjast út vegna kviku sem safnaðist fyrir í rótum þess. I byrjun ágúst 1995 hófst sjónarspil í Bocca Nuova (Nýjagíg) með litlum öskugusum til að byrja með. Kröft- ugar sprengingar liófust í Norð- austurgígnum í nóvember 1995 og á árunum 1996 og 1997 bættust Voragine (Ginið) og Suðaustur- gígurinn v ið með strombólískum gosurn3 og minniháttar lrraunrennsli með hléum. Mest bar þó á Suð- austurgíg sem áður var djúpt ker, en í sífelldum hraungosum hlóðst nú upp myndarlegt eldvarp. Árið 1998 varð öflugt þeytigos í Gininu, sem bar einkenni plínískrarb gosvirkni. Hár gosmökkur reis upp og féllu hraunflygsumar svo þét að klepra- hrúgaldið rann til sem stutt hraun- tunga. Samskonar sjónarspil mátti líta í Suðausturgígnum nánast viku- lega frá september 1998 fram í febrúar 1999. Við þetta hækkaði gígurinn um 70 metra og var þar með orðinn mest áberandi hæðin á fjallinu sunnan frá séð. Til að byrja með stóðu gosin í Suðausturgígnum í um 15 klukkustundir í senn en styttust í 3 klukkustundir þegar leið á árið. í febrúarbyrjun 1999 opnaðist spmnga undir rótum Suðausturgígs og dró þá verulega úr sprengivirkni í hinum gígunum. Þá hófst eitt a Strombólísk gos: Tegund eldgosa sem kalla mætti slettigos. Einkennast af vægri sprengivirkni með aðskildum sprengingum, sem sletta hraunkleprum upp í loftið. Dæmi um strombólískt gos á íslandi er Heimaeyjargosið 1973. ^ Plínísk gos: Kröftug þeytigos. Stöðugur straumur af kviku og gasi sem þeytist á miklum hraða upp úr gosopinu. Mynda mikið magn af gjósku og háa gosmekki. Dæmi um plínískt gos á íslandi er Heklugosið 1947. Náttúrufræðingurinn 72 (1-2), bls. 2-12, 2004 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.