Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 22
Náttúrufræðingurinn Frettir Hvað er eitt kíló? Þegar Frakkar skilgreindu metra- kerfið í lok 18. aldar, gengu þeir út frá því að metrinn væri einn tíuþús- undasti af vegalengdinni frá norður- pól að miðbaug eftir lengdarbaug, að sjálfsögðu gegnum París. Frakkar smíðuðu svo kvarða úr platínu og ristu á hann tvö þverstrik, og á milli þeirra var metrinn skilgreindur, samkvæmt nákvæmustu mælingum þess tíma. Síðar kom í ljós að þessi metri er ekki alveg réttur miðað við ummál jarðar, en ákveðið var að elta ekki ólar við leiðréttingar landmæl- ingamanna heldur halda sig við upphaflega platínukvarðann. Seinna var kvarðinn gerður nákvæmari með því að rispa mjög grönn þver- strik niður í miðjur upphaflegu strikanna, og nú hefur platínukvarð- inn verið lagður af og metrinn skil- greindur sem sú vegalengd sem ljós í tómarúmi berst á 1/299.792.458 úr sekúndu, svo menn þurfa ekki leng- ur að ferðast til Frakklands til að staðla málbönd sín. En hversu löng er þá sekúndan? Hún var upphaflega skilgreind sem tiltekið brot af sólarhringnum, um- ferðartíma jarðar um sjálfa sig, en þar sem jörðin snýst ekki alltaf ná- kvæmlega jafnhratt er sekúndan nú skilgreind sem sá tími sem það tekur 9.192.631.770 sveiflur af tiltekinni geislun að berast frá atómi sesíns- 133. Aðrar grunneiningar kerfisins - straumstyrkur (amper), hitastig (kelvín), efnismagn (mól) og ljós- styrkur (kandela) - eru líka skil- greindar án viðmiðunar við ein- hvem áþreifanlegan safngrip. En ekki kílógrammið, gmnnein- ing massa. Þar er enn miðað við ákveðið lóð - hlunk úr blöndu af platínu og iridíni, sem Frakkar settu saman 1889 og varðveita í læstu ör- yggishólfi. Ef stöðlunarfræðingar („metrólógar") vilja vita hversu mik- ið eitt kíló vegur, þurfa þeir strangt tekið að fara til Alþjóðastofnunar- innar um mál og vog í Sévres í Frakklandi og fá aðgang að eina hlutnum í öllum alheimi sem hefur nákvæmlega skilgreindan massa eitt kílógramm. Að sjálfsögðu em all- margar eftirmyndir af þessu fmm- kílói eða staðalkílói geymdar víða um heim, en jafnvel þær mælast ekki allar jafnþungar og eiga auk Frumkílóið var gert uppúr 1880 úr blöndu sem er 90% platína og 10% iridín. Það er sívalningur og geymt í lofftæmi undir tvöfaldri glerklukku. Ljósm. Bureau International des Poids et Mesures, BIPM. þess til að þyngjast eða léttast á milli ára, miðað við staðalkílóið. Stöðlunarfræðingar eru ekki enn komnir niður á neina nothæfa að- ferð til að miða kílógrammið milli- liðalaust við einhverjar aðrar gmnn- einingar metrakerfisins. New Sdentist, 22. febrúar 2003: Weigh to go, eftir Robert Matthews. Ömólfur Thorladus tók saman. Myrkfælni og NÁTTBLINDA Þörfustu UPPFINN- INGARNAR Hvaða uppfinning er það sem við gætum síst verið án? í könnun á vegum þekkts bandarísks tæknihá- skóla, MIT, hlaut tannburstinn flest atkvæði, aðeins fleiri en bíllinn. í næstu sætum vom svo einkatölvan, farsíminn og örbylgjuofninn. Náttblindir menn sjá liti eðlilega, og hafa því fulla sjón á daginn, en þeg- ar rökkvar og litir hætta að greinast sjá þeir ekkert. Augnlæknir í Glas- gow greindi nýlega frá tveimur bömum með arfgenga náttblindu, sem vom afar myrkfælin. Hann mælir með því að læknar og foreldr- ar afgreiði ekki myrkfælni í bömum sem sjúklega þörf fyrir athygli eða óeðlilega fælni. Ömólfur Thorladus rakst á þetta í New Sdenhst: In brief, 1. febrúar 2003. 20

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.