Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 1999, Síða 49
fátæktin yrði ávallt fylgikona mannkyns. Óheft fólksfjölgun hlyti fyrr eða síðar að leiða til þess að hörgull yrði á lífsnauð- synjum. Þá héldu hungursneyð, ófriður og sjúkdómar mannfjöldanum í skefjum. Malthus lagðist gegn félagslegum ráð- stöfunum til að halda fátækt í skefjum; þær væru léttir í bráð en ykju aðeins á vandann þegar fram í sækti. ■ VÍSINDI Á FYRRI HLUTA 19. ALDAR Á þessum tíma komust vísindarannsóknir í Evrópu í fastari skorður en áður. Vísinda- félög voru stofnuð eða skipan eldri félaga færð til nútímalegra horfs. Vissulega setti kirkjan vísindunum einhverjar skorður en náttúrufræðingar virðast flestir hafa gengið út frá tilvist almáttugs skapara og kirkjan veitt þeini talsvert svigrúm til að túlka sköpunina í ljósi tiltækra staðreynda. Áður gerðu ýmsir fræðimenn ráð fyrir því að náttúrleg sjálfkviknun lífs færi sífellt fram, og þetta ferli var hluti af kenningum sumra, svo sem Lamarcks. Löngu var raunar ljóst orðið að víur maðkaflugna kvikna ekki í úldnandi kjöti eða mýs í heyi, en á nítjándu öld höfnuðu flestir kenningasmiðir meðal náttúrufræðinga líka sjálfkviknun örvera þótt hugmyndin væri ekki með öllu kveðin niður fyrr en með rannsóknum Louis Pasteurs (1822-1895) um og eftir 1860. Sífellt fundust fleiri steingervingar og nú var ekki aðeins ljóst að lífverurnar verða því framandlegri sem skoðuð eru eldri jarðlög, heldur kemur líka fram ákveðin tímaröð. I elstu jarðlögum finnast til dæmis engar leifar hryggdýra. Næst bætast við sérkennilegir fiskar, margir með brynju í húð. Þar á eftir koma skriðdýr (froskdýr voru á þessum tíma flokkuð með þeim) og síðast fuglar og spendýr. Sams konar tímaröð má finna á steingervingum hrygglausra dýra. Þetta samrýmdist illa þeirri staðhæfingu Cuviers að tegundirnar hefðu verið flestar í upphafi vega en þær svo týnt tölunni við staðbundnar náttúruhamfarir og hin eyddu svæði byggst tegundum sem áður hefðu lifað á öðrum stöðum. Hamfarakenningar áttu sér samt ýmsa fylgismenn en þeir gerðu nú ráð fyrir nýrri sköpun tegunda í lok hvers hamfaraskeiðs. Margir bentu á að finna mætti í ritningunni heimildir fyrir síðustu hamförunum, syndaflóðinu sem sökkti öllu fastalandi jarðar. Cuvier hafnaði hugmynd- um um slíkt allsherjarflóð, þar sem kenning hans gerði ráð fyrir griðlandi í öllum hamförum. (Hann hefur greinilega áttað sig á hve vonlaust verk það hefði verið fyrir Nóa að smíða nógu stóra örk undir öll landdýr - að ekki sé minnst á ferskvatnsdýr og viðkvæman gróður - og safna svo öllu þessu saman.) Lyell Aðrir náttúrui'ræðingar höfnuðu hamfara- kenningunum en gerðu þess í stað ráð fyrir að jörðin hefði alla tíð mótast af sömu ferlum og við þekkjum nú. Skoskur jarðfræðingur. James Hutton (1726-1797), boðaði þessa hugmynd, samfellukenninguna (uniformi- tarianism), árið 1795 í ritinu Theory of the Earth, „Kenning um jörðina". Annar skoskur jarðfræðingur, Sir Charles Lyell (1797-1875), varð síðar þekktasti fulltrúi 9. mynd. Sir Charles Lyell. (Radio Times Hulton Picture Library.) 191
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.