Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 62
fjölda botndýra á flatareiningu reyndust
ekki nothæf vegna botnlagsins við Surtsey.
Hætti hann því við svo biíið rannsóknum þar.
■ BOTNDÝR í FJÖRU OG Á
GRUNNSÆVI VIÐ
SURTSEY 1967-1992
Sumarið 1967 var orðið nokkuð ljóst að
rannsóknir Willy Nicolaisen myndu ekki
halda áfram öllu lengur. Því tóku Sigurður
Jónsson þörungafræðingur og höfundur
þessarar greinar sig saman og fengu sér til
aðstoðar froskkafara sem söfnuðu þörung-
um og dýrum við Surtsey. Surtseyjarfélagið
greiddi kostnaðinn.
Sýnataka fór aðeins fram á harða botnin-
um, þar sem aðallega er um að ræða örsmá
dýr í sandinum og mölinni við norðanverða
eyna, en engir sérfræðingar voru þá fáan-
legir til að vinna með þau.
Stefnt var að því að kafa á 5, 10, 15,20, 30
og 40 m dýpi en dýpra töldu kafararnir ekki
óhætt að fara. Það er tímafrekt og dýrt að
fara niður á 40 m dýpi því það styttir mjög
mikið köfunartímann þann daginn. Á síðari
árum hefir 40 m stöðvunum verið sleppt,
bæði vegna þessa óhagræðis og svo hins
að lítið fannst af dýrum þar. A þessu dýpi er
einnig of lítið ljós l'yrir þörungana og þeirra
því varla von þar.
Árin 1967-71 var sýnurn safnað á þennan
hátt á hverju ári en eftir það árin 1974,77,80,
83,84,87 og 92. Ástæður fyrir því að ekki var
haldið áfram að safna á hverju ári voru þær
að breytingar á lífríkinu voru hægar og svo
vantaði bæði fé og fóik til söfnunar og
úrvinnslu. Einnig hamlaði veður söfnuninni
sum árin; einkum varþað 1983 að lítið varð
úr sýnatökunni þá viku sem við höfðum
skip. Þess vegna var safnað aftur 1984.
Sumarið 1967 fengust sýni með botn-
dýrum á 10 og 20 m dýpi við vesturströnd-
ina. Dýrin voru fá og ung og hafa borist til
Surtseyjar sem lirfur, nema litla rækja
(Eualus pusiola Kröyer) og sundkrabbinn
(Portmms holsatus Fabr.), en báðar þessar
tegundir, sem lifa umhverfis Surtsey, geta
synt og eiga því auðvelt með að bera sig
yl'ir. Mest bar þarna á kræklingi (Mytilus
eclulis L.) og gluggaskel (Heteranomia
squamula L.).
Haustið 1967 voru gengnar fjörur, bæði að
austan og vestan, og fundust þar nokkur
ung dýr. Flest voru þau á steinum sem
brimið hafði kastað upp í fjöruna. Voru þau
því ekki eiginleg fjörudýr nema fjörukarlinn
(Balanus balanoides (L.)). Einnig gæti
eitthvað af kræklingnum hafa borist þangað
sem lirfur. Mest var þarna af gluggaskel,
rataskel (Hiatella arctica (L.)) og kræklingi,
ásamt vörtukarli (Verruca stroemia (O. Fr.
Mtiller)).
Vorið eftir var fjörukarlinn alveg horfinn
vegna niðurbrots á ströndum Surtseyjar.
Lirfur hans berast þó þangað árlega og
setjast þar að en hverfa svo aftur í brimróti
úthafsöldunnar næsta vetur, svo dýr af
þessari tegund eldri en á fyrsta ári hafa ekki
fundist þar þegar fjörur hafa verið kannaðar,
en það var síðast gert 1997.
Of langt mál yrði að gera grein fyrir
niðurstöðum hvers árs og vísast því til
Surtseyjarskýrslnanna er nefndar eru sem
heimildirhéráeftir.
Það er ekki alltaf auðvelt fyrir botndýr í sjó
að komast á milli staða. Það getur því tekið
marga áratugi fyrir fánuna í fjöru og á
grunnsævi við Surtsey að verða sambærileg
við þá sem nú er við aðrar Vestmannaeyjar,
þótt stutt sé á milli staða, t.d. aðeins 2,5
sjómílur frá Geirfuglaskeri.
Lirfur sumra dýra lifa um skeið í svifinu í
sjónum og geta þvf borist alllangt með
straumum ef svifskeiðið er nógu langt.
Einnig eru til lirfur sem geta lyft sér aftur frá
botni ef þær lenda á óheppilegu botnlagi og
framlengt þannig veru sína í svifinu. Flest
botndýrin við Surtsey hafa borist þangað
sem lirfur.
Þá geta dýr borist á milli staða með þangi
eða öðru rekaldi sem straumar bera með sér.
Rannsóknir hafa sýnt að talsvert af
smáum plastkúlum, sem settar voru í sjóinn
við vestanverða Heimaey 1967, barst til
Surtseyjar á einni viku, svo flutningshraði er
umtalsverður á þeim slóðum.
Ekki er búseta örugg þótt dýr sé komið til
Surtseyjar, t.d. sem lirfa. Sama botnlag
204