Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 15
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN 9 Guðmundur Kjartansson: Isaidarlok og eldfjöll á Kiii Inngangur. Kjölur er um 25—30 km breitt skarð eða sund, sem skilur Hofs- jökul og Langjökul á Miðhálendi íslands. Mestur hluti hans er frem- ur jafnlendur og liggur 400—700 m y. s. Þar eru vatnaskil milli Suðurlands og Norðurlands og hægur halli frá þeim suðvestur til Hvítár í Árnessýslu og norður til Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu. En á báðar hliðar, í austri og vestri, rísa randfjöll jöklanna, há og brött, og að baki þeim jöklarnir sjálfir, enn hærri. Loks eru nokkur stök fjöll og minni hæðir á dreif um jafnlendið. Öll fjöll á Kili og þar í nánd eru eldfjöll að uppruna, en sjaldan hefur jarðeldur látið Jrar á sér bæra eftir ísaldarlok og aldrei eftir landnám. Þessi eldfjöll eru allfjölbreytileg að gerð, og Jrví nær hvert þeirra er dæmiger fulltrúi sinnar gerðar. Af Jreim sökum er hið stórskorna landslag á Kili einfalt og einkar sviphreint. Um Kjöl liggur skemmsta leið milli byggða sunnan lands og norðan. Hún fannst þegar á landnámsöld og hefur síðan lieitið Kjalvegur. Vart er að efa, að landnámsmenn hafa nefnt Kjöl eftir fjallgarði Jreim austan hafs, er skilur byggðir í Noregi og Svíjrjóð. Vissu Jreir þó ekki það, sem hér verður síðar frá sagt, að þessii nafnar gegndu um skeið sama hlutverki, jarðsögulegu. Hér verður ekki nánara lýst landslagi á Kili í heild. Urn það hafa áður ritað rnargir ferðalangar og náttúrufræðingar, og verð- ur hér á eftir vitnað í lítið eitt af Jrví. En langsamlega gleggsta lýsingu Jressa svæðis er að hafa á Uppdrætti íslands í mælikv. 1:100 000. Kortblað 55, sem nær yfir allan Kjöl, er eitt af hinurn fallegustu blöðum Jressa verks danskra meistara — og er J:>á langt jafnað. Þær rannsóknir mínar á Kili, sem eru tilefni þessarar greinar, voru að mestu gerðar á árunum 1958—1962. Þær voru að nokkru leyti liður í rannsóknum vegna Jarðfræðikorts af íslandi, en einn- ig í rannsókn virkjunarskilyrða við Hvítá á vegum raforkumála- stjóra.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.