Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1. mynd. Meginskriðstefna síðasta ísaldarjökulsins á íslandi, sýnd með fáurn völdum dæmum um rákastefnu, athugaða af Þorvaldi Thoroddsen (á nokkrum stöðum á N- og NV-landi) og hölundi. — Lega jökulrandar um skeið í ísaldar- lok, Búðaröðin og Hólkótsröðin, sýnd með feitu striki — lieilu, þar sem hún er augljós, en slitnu þar, sem hún er áætluð. Afmarkað svæði á Kili sýnt nánar á 2. mynd. Fig. 1. Main direclion of Ihe movernent of the Wiirrn ice-sheet. Txuo ice- rnarginal lines are shown, one of the Búdi stage, in the SW, arul one of the Hólkot stage, in tlie NE. The quadrangular midland area is shown in more detail in Fig. 2. Jökulminjar. Ekki skortir jökulminjar á Kili. Berggrunnurinn er langvíðast þakinn stórgrýttum melum, sem eru að uppruna jökulruðningur, og sums staðar aurum jökulvatna. En klappir, sem upp úr standa, eru ílestar hvalbakaðar og víða með skýrum jökulrákum. Þessi verksummerki eru livorki eftir Hofsjökul né Langjökul — nema að óverulegu leyti. Ruðningur þeirra nær hvergi lengra en fáeina kílómetra fram undan núverandi jökulrönd, en yfirleitt miklu skemmra. Hann er óveðraður, úfinn mjög og ógreiður yfir-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.