Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 19
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN 1 ° lo Því má fyllilega treysta, að allar þær jökulrákir, sem sýndar eru á 1. mynd, eru frá síðasta jökulskeiði — og meira að segja frá síðari hluta þess, eftir að jökulbreiðan hafði náð hámarki, og í langflestum tilfellum marka þær síðustu skriðstefnu jiikulíssins yfir klöppina, sem þær eru ristar í. Bláfell. Bláfell er raunar fyrir sunnan Hvítárvatn og engan veginn á Kili, en þetta er mikið fjall og fagurt og girnilegt til fróðleiks. Það er ílangt nokkuð í stefnu NA-SV, og hátindurinn, 1204 m y. s., lítill um sig, en allbrattur, er framan til við miðju og skilinn af skarði frá norðurbungu fjallsins, sem er nokkru lægri, 1160 m y. s. Bláfell er úr móbergi og bólstrabergi upp undir brúnir, en grágrýtislögum þar fyrir ofan. Að þessu leyti má j)að teljast til þeirrar fjallgerðar, sem nefnd hefur verið stapi og síðar verður frá sagt. En á hinn bóg- inn er lögun Bláfells önnur en stapanna og miklu óreglulegri. Gera má ráð fyrir, að það sé stapi að uppruna og eins og þeir upp- hlaðið af eldgosum undir jDykkum jökli, en hafi síðan rofizt og af- lagazt. Allt jaað rof bendir til hás aldurs. En annað ellimerki er þó öruggara: Bláfell er á alla vegu umkringt grágrýtishraunum. Þau hafa runn- ið að rótum Jress eins og landinu liallar enn, sum langt innan af Kili frá ókunnum upptökum, önnur að norðvestan frá dyngjunni Skálpanesi. Þessi liraun eru rækilega jökulsorfin og víða þakin jök- ulmelum, og mundi raunar enginn maður í næstu sveitum kalla slíkt landslag „hraun“. Á mótum grágrýtishraunanna við bólstra- bergið og móbergið í Bláfelli er l jóst, að hraunin liggja ofan á og eru yngri. Hraunin geta þó ekki verið yngri en frá síðasla ísaldarhléi, þ. e. hlýviðrisskeiðinu rnilli næstsíðasta og síðasta jökulskeiðs. Verð- ur þá ekki annars sennilegra til getið um aldur Bláfells en jrað sé til orðið á nœstsiðasta jökulskeiðinu. En víkjum nú aftur að jrví, sem Bláfell liefur látið á sjá við að standa af sér eitthvað á annað jökulskeið að viðbættu löngu hléi þar á milli. — Að vestan og norðan skerast 4—5 dalir inn í fjallið, stuttir og íhvolfir (nefndir Skálar upp af Bláfellshálsi). Mynni þeirra er niðri við fjallsrætur og jaó bratt fram úr þeim. En uppi í fjalls- brúnum bæði að norðan og austan eru minni skálar eða hvilftir,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.