Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 20
14 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN áþekkar dölunum að öðru leyti en því, að þær ná skammt niður í hlíðina. Allar þessar ávölu dalskvompur eru bersýnilega grafnar í fjallshlíðina af smájöklum. í stærstu skálinni, í norðurbrún fjallsins, liggur enn stuttur en allbreiður smájökull. í eina skiptið, sem ég hef komið að honum, 19. sept. 1960, endaði hann í tjörn í skálarbotninum, um 900 m y. s. Var þar um 4 m hár íshamar, og jakar úr honum flutu á tjörninni. Hár urðarkambur liggur í boga fyrir mynni þessarar jökulskálar, og markar hann væntanlega mestu framsókn jökulsins á síðustu öldum. Ekki eru nú aðrir jöklar á Bláfelli, en í næstu skál fyrir vestan virðist jökull nýlega horfinn, og hefur sá látið eftir sig sams konar ruðningsgarð og rákaðar klappir. Þó að enn hjari að vísu smájökull á Bláfelli og fleiri hafi eflaust náð þar fótfestu á harðærisköflum síðustu alda, þá hljóta skálar þær og dalir, sem nú var frá sagt, að vera grafin af ísaldarjöklum að öllu verulegu leyti. Vöntun ruðningsgarða framan við mynni flestra skálanna og allra dalanna sýnir, að smájöklarnir á fjallinu hafa runnið saman við einn meginjökul, sem lá að fjallinu á alla vegu, tók við ruðningi smájöklanna og bar hann brott. Ekki hefur mér tekizt að finna neinar jökulrákir, er stefni út eftir smádölum Bláfells, nema svo hátt uppi fyrir botnum þeirra (meira en 800 m y. s.), að ætla má, að þær séu frá síðari öldum. En lögun dalanna ein sýnir, að þeir eru sorfnir af jöklum. Ætla má, að þeir hafi verið fullgrafnir löngu fyrir ísaldarlok, og er jafnvel sennilegt, að þar eigi meiri hlut að máli jöklar næstsíðasta jökul- skeiðs en liins síðasta. En á múlum þeim, sem fram ganga milli smádalanna i norðvest- nrlilíð Bláfells, eru skýrar jökulrákir, sums staðar í allmiklum halla. Þær stefna ekki undan hallanum, heldur þvert við honum, h. u. b. suðvestur. Og þegar upp kenmr á háf jallið, má finna gnægð jökul- ráka með þessari stefnu á grágrýtisklöppunum á norðurbungunni (1160 m y. s.). Ekki er um að villast, að allar þessar rákir eru eftir síðasta ísaldarjökulinn. Og svo var hann þykkur, er hann risti þær, að hann færði í kaf norðurbungu Bláfells og skreið yfir hana. Það samsvarar að minnsta kosti 800 m jökulþykkt yfir jafnlendinu suð- austur frá Bláfelli. Eftir að mér varð þetta Ijóst, leitaði ég með mikilli eftirvæntingu (2. sept. 1958) á hæsta tindi Bláfells, 1204 m y. s. En ]rar fundust

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.