Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15 engar rákir né aðrar jökulminjar. Þó er þessi tindur einnig úr grá- grýti, og á þeirri bergtegund varðveitast jökulrákir yfirleitt vel. Þetta er eindregin vísbending um, að við Bláfell hafi yfirborð síð- asta ísaldarjökulsins aldrei orðið að neinu ráði hærra en um 1200 m y. s. og mesta þykkt hans yfir jafnlendinu suðaustur þaðan hafi verið um 850 m. Samt er varlegra að líta á allar framangreindar tölur um jökulþykkt sem lágmörk, því að ærin reynsla er lyrir því, að jökul- rákir getur vantað — af óskýrðum ástæðum — á klappakolla, sem voru örugglega á kafi í síðasta ísaldarjökli. Kjalfell og jafnlendið á Kili. Á kortinu (2. mynd) er sýnd stefna jökulráka á Kili, alls staðar þar sem ég hef fundið þær skýrar og einhlítar. Allar eru þær örugg- lega frá síðasta jökulskeiði, en vitaskuld misgamlar. Elztar þeirra allra munu þær, sem þegar er getið, á norðurbungu Bláfells, ristar þegar jökullinn var nálægt hámarki. — Næst ber að telja mjög sterkar jökulrákir uppi á grágrýtiskolli Kjalfells, um 1000 m y. s. og 400 m y. jafnsléttu á Kili. Þær stefna norður (athugað með átta- vita á þremur klappabungum í niðaþoku 7. sept. 1958). Þótti mér sú stefna nokkrum tíðindum sæta við fyrstu sýn, því að Kjalfell er þó sunnan vatnaskila. Ekki þarf miklu að muna á aldri rákanna á Kjalfelli og þeirra, sem stefna í því nær gagnstæða átt á Bláfelli. Á þeim tímum, sem hvorar tveggja voru ristar, hefur hábunga ísaldarjökulsins — isa- skilin milli Norðurlands og Suðurlands — legið á sunnanverðum Kili, milli Bláfells og Kjalfells og þó sennilega nær hinu síðar- nefnda. Um allan Kjöl fyrir norðan Kjalfell stefna þær jökulrákir, sem þar finnast, norður af, rétt eins og við er að búast og ekki þarf að eyða að fleiri orðum. En um sunnanverðan Kjöl og raunar um stóran hluta miðhálendisins sunnan Hofsjökuls er stefna jökulrák- anna önnur en margur hefði getið sér til að óreyndu. Þar er hún yfirleitt einnig norðlæg og norðvestlæg (sbr. 1. mynd). Þegar þessar rákir voru grafnar, hljóta ísaskilin að hafa legið drjúgan spöl fyrir sunnan núverandi jökla og t. d. nokkru fyrir sunnan Kerlingar- fjöll. Þar, á afréttunum austan Hvítár, er bersýnilega um að ræða ann-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.