Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 23
N Á TTÚRUF RÆ Ð1N G U RIN N 17 stefna hans snerist, skóf hinn nýi ísstraumur brott elclra rákakerfið og risti sitt í staðinn. En þá náði hann ekki upp yfir Bláfell og því er eldra kerfið þar óspjallað. Sama máli gegnir um Bláfellsháls og Skálpanes. Mjög máðar og þó einhlítar leifar hins eldra rákakerfis getur einnig að líta nálægt bílveginum milli Svartárbrúar og sæluhúss- ins í Hvítárnesi. Vottar þar fyrir rákum, sem stefna SV, helzt í norðvesturhalla klappabungnanna, þar sem þær hafa legið í nokkru vari fyrir hinum síðari ísstraumi úr suðaustri. En flestar klappir eru þarna skýrt rákaðar úr þeirri átt, þ. e. af yngra kerfinu. Á tveimur stöðum, sitt hvoru megin vegarins, hef ég fundið bæði kerfin skerast um þvert á sömu klöpp (3. mynd). Jökullón. L undirhlíðum Langjökuls, á kaflanum frá Hvítárvatni inn fyrir Hrútfell, má stundum um langan veg tilsýndar greina kynlegar lá- réttar línur, sums staðar hverja upp af annarri. Þær koma gleggst fram undir sól að sjá sem l jósar rákir á dekkri grunni. Þetta eru forn vatnsborðsmerki, strandlinur. í ritgerð um jarðfræði Kerling- arfjalla taldi Jóhannes Áskelsson (1942) þessi merki vera eftir vötn, er þarna hefðu stíflazt upp í krikum milli fjallshlíðar og jökuljað- ars undir ísaldarlokin. Þessi skýring er eflaust rétt. Og hún verður nú mjög eðlileg, þegar við höfum komizt að raun um, að síðasti jökullinn, sem lá yfir Kili, skreið sunnan að og yfirborði hans hall- aði norður. Strandlínurnar eru einna gleggstar í austurhlíð Leggjabrjóts við Fremri-Fróðárdal. Þar eru þær mjó þrep, í mesta lagi fáeinir metr- ar á breidd, og auk þess afslepp. Þau eru aðeins mörkuð í urð og skriðu, en livergi í fast berg. Helzt gætir þeirra þar, sem bratti er í minna lagi, og einkum í bringum, sem skaga fram úr hlíðinni. En línurnar eru sundur slitnar, þar sem brattast er, væntanlega vegna grjóthruns og jarðskriðs. Búta einstakra lína má rekja saman í óbreyttri hæð um 1—2 km veg. Ekki er grjótið í þessum fornu fjör- um ávalað að neinu ráði, en þó sýnu minna hvassbrýnt en eggja- grjótið í skriðunum á milli. Við utanverðan Fróðárdal má sjá 14 línur af þessu tagi hverja yfir annarri, en ekki allar jafnglöggar (4. mynd). Ég hef' mælt með loftvog hæð þeirra yl'ir Hvítárvatn (19. 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.