Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 28
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þykkari og þar a£ leiðandi hærri yfir Suðurlandi en Norðurlandi. ()g frá hábungu hans, sem að minnsta kosti stundum, og einkum þegar á leið, var drjúgan spöl fyrir sunnan Kerlingarfjöll, skreið jökullinn norður yfir miðbik landsins, norður yfir Kjöl og einn- ig norður yfir Sprengisand og Vonarskarð. En í þessa átt hefur mér nú á síðustu missirum tekizt að rekja ljósgrýtisdreifina úr Kerlingarfjöllum norður yfir austanverðan Kjöl og út endilanga Eyvindarstaðaheiði. Þessi dreif er nú til marks um, að Kerlingar- I jöll voru þegar orðin til meðan ísöld var í algleymingi. Hún úti- lokar þó ekki þann möguleika, sem Jóhannes heitinn taldi senni- legan, að eitthvað af fjöllunum hafi ýtzt upp síðar. Hæstu tindar Kerlingarfjalla eru á 15. hundrað metra yfir sjó. En líkur eru til, að yfirborð jökulskjaldarins á þessum slóðum hafi aldrei orðið hærra en eitthvað um 1500 m (sbr. Bláfell). Tind- arnir hafa eflaust jafnan staðið upp úr, enda ber hið hrjúfa yfir- bragð þeirra það með sér, að þeir voru aldrei sorfnir af neinum meginjökli, heldur aðeins smájöklum, sent hafa myndazt á þeim sjálfum og í hvilftum og skörðum á rnilli þeirra og eru þar raunar enn. Hér á eítir verður að lokum getið nokkurra eldfjalla á Kili, sem ísaldarjökullinn hefur átt drjúgan þátt í að móta, en eru einnig fróðleg um háttu hans. Jökulsorfnar dyngjur. Kjalhraun, sem þegar hefur verið að nokkru getið, er gott dæmi um eldfjallagerðina dyngju, en er þó í ílatasta lagi. En Kjal- hraun er nútímamyndun, ósnortið af jökli, og skal því ekki lýst nánar hér. Á sjálfum Kili er aðeins ein dæmiger jökulurin dyngja. Hún heitir Baldheiði og er sunnan við Hrútfell, en skammt norðaustur frá Hvítárvatni. Baldheiði er kringlótt bunga, ákaflega regluleg ekki síður en Kjalhraun, en miklu krappari, því að hæð beggja yfir jafnsléttu er svipuð (um 250 m), en Baldheiði nærri helmingi minni að þvermáli, aðeins 6 km. Eins og aðrar dyngjur er Baldheiði eingöngu úr basalthrauni. En það hraun er allt jökul- sorfið og því ekkert „hraun“ i þrengri merkingu orðsins, og mundi t. d. engum fjallmanni úr Biskupstungum detta í hug að kalla það því nafni. Raunar sér heldur óvíða á klappir á Baldheiði, því að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.