Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25 ur virðast eindregið vera undir hjarnhúfunum á Hrútfelli og Skriðufelli. Eitt er ólíkt með þeinr dyngjum, sem mynduðust eftir ísöld, og dyngjunum uppi á móbergsfjöllunum. Yztu börð liinna fyrr- nefndu (t. d. Kjalhrauns) eru lágar hrauntungur og totur, sem geta náð langar leiðir hurt frá sjálfri I jallshungunni. En á dyngjunum uppi á móhergsfjöllunum eru engir þunnir útskæklar, heldur er svo að sjá, sem þeir liafi verið sniðnir af um fjallshrúnirnar hring- inn í kring, og sniðið hlasir þar við sem hamraveggur úr hraunlög- um. Þetta hefur verið skýrt svo, að yztu hörð dyngjunnar liafi runn- ið út á jökulbreiðuna, sem var h. u. h. jafnhá fjallsbrúninni, en hrotnað frá og horizt hurt með skriði jökulsins. — En um þetta fæst nokkur víshending við athugun þess eldfjalls á Kili, sem nú verður frá sagt að síðustu og mér liefur þótt fróðlegast að skoða. Leggjabrjótur. Leggjabrjótur er við jaðar Langjökuls fast norðan við Hvítár- vatn, en sunnan undir Hrútfelli. Hið efra er hann mjög regluleg hraundyngja, og liæst á dyngjuhvirflinum, 1026 m y. s., er stór, því nær kringlóttur gígur. í þau tvö skipti, senr ég hef komið að honum, var hátt í honum af snjó, svo að ekki veit ég, hve djúpur liann er, en barmarnir eru lnattir klettaveggir niður að fönninni. Frá gígnum er aflíðandi halli í allar áttir og stutt, h. u. h. 1 km, niður að rönd Langjökuls, sem liggur að dyngjunni að vestan og klofnar um hana í tvo skriðjökla. Sé lialdið burt frá dyngjuhvirfl- inum, fer hallinn vaxandi og verður einna mestur á milli 900 og 700 metra hæðarlínanna. En þar fyrir neðan dregur óðum úr hon- um, og hrátt getur ekki talizt hrekka lengur, heldur flatt hraun, þó alls staðar með sýnilegum halla í átt frá hvirflinum. Þetta er allt eins og gengur og gerist á dyngjum. Flata hraunið nær lengst til norðausturs og liggur þar fast upp að rótum Hrútfells og á smákafla upp að norðvesturhrekku Baldheiðar. Á þessa hlið endar hraunið í ofurvenjulegri hrún, sem er alls staðar lág og víða alveg kafin í aur og skriðum. Allt þetta hraun ásamt háhungunni heitir Leggjahrjótur, og það, sem hér hefur enn verið sagt um Leggja- hrjót, er allt lýsing á mjög venjulegri dyngju og dyngjuhrauni. En austur- og suðausturtakmörk Leggjahrjóts eru í meira lagi

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.