Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 32
26 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .líbrigðileg'. Þar endar hraunið í hvassri hamrabrún, sem hefur vissulega meiri svip af fjallshlíð en hraunbrún. Syðst og vestast. upp af víkinni Karlsdrætti úr Hvítárvatni, er þessi brún um 300 metra há og illkleif, og lengsti kafli hennar, sá sem liggur að Fremri- Fróðárdal, er uin 200 m hár, en síðan fer hún fækkandi til norðaust- urs, ínn með Innri-Fróðárdal. Þetta er brekkan með strandlínun- um, hverri upp af annari, sem fyrr var frá sagt. Allur Leggjabrjótur er hraun fram á yztu brún. Að bergtegund og gerð er það svipað Kjalhrauni, en talsvert meira máð og að því skapi ellilegra. En þó er auðséð, að jökull hefur aldrei gengið yfir það, nema hvað Langjökull hefur á síðustu öldum náð ívið hærra upp í vesturbrekku dyngjunnar og rákað þar hraunklapp- irnar og atað auri á 1—2 hundruð metra breiðu belti. Niels Nielsen, síðar prófessor í landafræði við Hafnarháskóla, varð fyrstur náttúrufræðinga til að lýsa Leggjabrjót og skýra mynd- un lians. Hann kom þar í rannsóknarferð sumarið 1924 og með honum Pálmi Hannesson, síðar rektor. Þeir vissu raunar ekki, að allt þetta hraun — að meðtalinni dyngjunni, sem það er frá runnið — hét Leggjabrjótur, og gáfu dyngjunni nafnið ,,Sólkatla“. Þeir hlóðu vörðu, sem enn stendur, á gígbarminum, „ti! minningar um fyrstu þangaðkomu mennskra manna“, eins og Nielsen kemst að orði í ritgerð sinni (Nielsen 1927). En raunar smala Biskups- tungnamenn Leggjabrjót á hverju hausti. Lýsing Nielsens á Leggjabrjót er öll liin skilmerkilegasta og fyllri en mín hér að framan. En um myndun Leggjabrjóts og ald- ur höfum við Nielsen komizt að ólíkum niðurstöðum. Nielsen taldi hann dyngju, og er það vissulega rétt. Honum var Ijóst, að fjallið hefur aldrei hulizt jökli, og telur það því myndað eftir ísaldarlok. Ég mun síðar færa rök að því, að það er samt nokkru eldra. Hamra- brúnina miklu fram af hraun jaðrinum taldi Nielsen sigstall, brún- in fylgdi misgengissþrungu í jarðskorpunni, sem hefði sigið sunnan og austan sprungunnar, en staðið: eftir að norðan og vestan. Þetta var þá mjög í samræmi við ríkjandi skoðun um margar brattar og beinar fjallabrúnir á móbergssvæðum íslands. En um pessa brún nær það engri átt. Misgengissprungur eru vanar að vera nær beinar og fylgja viss- um stefnum um stór svæði. En suðausturbrún Leggjabrjóts er mjög óreglulega hlykkjótt og stefnir bókstaflega í allar áttir. Aftur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.