Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 45
NÁTT Ú RU FRÆÐIN G U RI N N
39
Sitt af hverju
Nokkrir nýir fundarsLaðir plöntutegunda.
Carex pulicaris L. Hagastör.
í grein í Náttúrufræðingnum fyrir nokkrum árum (Eyþór Einars-
son, 1959) gerði ég grein lyrir útbreiðslu hagastarar hér á landi, og
sagði þar, að heita mætti að hagastörin væri fundin í hverjum firði
og vík á Austurlandi frá Stöðvarfirði norður til Seyðisfjarðar, og að
auk í Álftalirði. 6. september 1962 fann ég fáein eintök af hagastör
á hálídeigu landi í 90—100 m hæð yíir sjó upp með Jökulsá í Borgar-
firði eystra. Stækkar þá útbreiðslusvæði hennar á Austurlandi all-
mjög til norðurs. Fyrr um sumarið, eða 21. júlí, fann ég hagastörina
í austurhlíðum Stöðvarinnar við Grundarfjörð á Snæfellsnesi, en
Steindór Steindórsson hafði áður fundið hana á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi. í Stöðinni óx hagastörin í hálfröku graslendi í 60—70 m
hæð yfir sjó.
Ranunculus auricomus L. coll. Sifjarsóley.
í áðurnefndri grein gerði ég einnig grein fyrir útbreiðslu sifjar-
sóleyjar. Þá var aðeins kunnur einn vaxtarstaður hennar á Norður-
landi. 29. júlí 1963 fann ég tvö eintök af sifjarsóley í graslaut í 225
m hæð ylir sjó í Svínárdal á Látraströnd við Eyjafjörð. Þau voru
óblómguð en hvirfingblöðin dálítið frábrugðin hvirfingblöðum
þeirra eintaka sifjarsólar frá Austurlandi, sem ég hef séð. Gæti því
hugsast, að hér væri um aðra smátegund að ræða, enda er vaxtarstað-
urinn á Svínárdal gjörólíkur vaxtarstöðum sifjarsóleyjar á Austur-
landi.
Galium uliginosum L. Laugarmaðra.
í Flóru íslands (Stefán Stefánsson, 1948) er laugamöðru aðeins
getið á SV frá nágrenni Reykjavíkur. 19. júlí 1962 fann ég lauga-
möðru í kjarri við Botnsá í Ilvalfirði, og óx þar dálítið af henni, en
(ill voru eintökin óblómguð.
SUMMARY.
Carex pulicaris L., Ranunculus auricomus L. coll. and Galium uliginosum
L. are here reported from new localities in Iceland.
Eypór Einarsson.