Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 46
40
N A T T Ú R U F RÆ ÐINGURINN
Stundvis sumargestur.
Hinar reghtbundnu ferðir farfuglanna yfir úthafið vor og haust
hafa um langan aldur verið mönnum undrunarefni. Einkum hefur
ratvísi fuglanna og hin alþekkta stundvísi þótt furðuleg. Þannig
koma hinar ýmsu tegundir farfugla til sumarheimkynna sinna á
sama tíma, að heita má, ár eftir ár. Eru fuglarnir ótrúlega tíma-
glöggir. Nokkuð er það þó misjafnt, hvað einstakar fuglategundir
eru nákvæmar í þessu efni.
Frá því, að ég tók fyrir alvöru að gefa gaum að komudögum far-
fugla hingað að Helgastöðum í Biskupstungum, hefur mér reynzt
ein fuglategund öðrum fremri livað stundvísi snertir, nefnilega jaðra-
kaninn. Síðastliðin ellefu ár hafa komudagar lians verið þessir:
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1963
22/4 22/4 22/4 20/4 22/4 25/4 22/4 24/4 24/4 21/4 22/4
Hefur jaðrakaninn þannig í sex skipti af ellefu komið nákvæm-
lega sama mánaðardag. Og aldrei hefur mismunur á komutíma hans
numið meiru en örfáum dögum.
Eyþór Erlendsson.
Loðna hrygnir í Jökulsá.
Jökulsá á Breiðamerkursandi er stytzta stórá landsins. Hún kem-
ur nú úr rúmlega 6 kmL’ stóru lóni við rönd Breiðamerkurjökuls
og liggur svo lágt, að sjór fellur inn í lónið á meðalflóði. Lónið
er víðast frá 70—105 metra djúpt og mesta dýpi, sem þar hefur mælzt,
er 110 m.
Þótt vatnsmagn jökulsár sé að sumrinu svipað vatnsmagni Þjórs-
ár, verður hún mjög lítil að vetrinum, og getur lónið þá orðið all-
salt, vegna þess hversu mikill sjór flæðir inn í jrað. 29. jan. s. I. vet-
ur (1963) mældist mér salt í einum lítra af árvatninu vera 8 grömm.
Alloft kenrur fyrir að vetrinum, að Jökulsá stendur uppi, vegna
þess að sjórinn hleður sandrif þvert fyrir útfall hennar, og er þá
ýmist, að áin rífur það til grunna, jregar hækkar í lóninu, eða
vatnið nær framrás á ská yfir rifið, oft alllangan veg, og getur vatns-
borð árinnar þá hækkað mjög verulega og staðið hátt svo að dögunr
eða jainvel vikum skiptir.
Þannig hagaði til um mánaðamótin marz-apríl s. 1. vetur, en þá
stóð svo á að nrenn voru að leggja olíuleiðslu yfir Jökulsá og unnu