Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 48
42 N Á T T Ú R U F RÆ ÐIN G U RIN N höfðu af þessum óttalega sjúkdómi hefur Jiorfið í svo ríkum mæli, að sjúklingarnir fara ekki lengur eftir fyrirmælum lækna sinna og vanrækja nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Með þessu móti torvelda þeir fullkomna lækningu og stofna sínum nánustu og öllu umhverfi sínu í alvarlega hættu. (Fréttabréf frá Sameinuðu þjóðunum.) Gömul missögn leiðrétt. I öðrum árg. Náttúrufræðingsins (bls. 156—157) er greinarkorn eftir mig um rottugang í uppsveitum Árnessýslu sumarið 1932, sem þá var alger nýlunda. Þar er þess m. a. getið, að þá um sumarið liafi á einum bæ á Skeiðum verið drepnar um 300 rottur. í ljós hefur kornið, að þessi tala er stórlega ýkt, og tel ég mér skylt að greina frá því hér — í sama tímariti — þó seint sé. Ekki verður ná- kvæmlega vitað, lrve margar rottur voru drepnar á þessu sumri á umræddum bæ, en þær lrafa að líkindum aðeins verið nokkrir tugir. Bið ég lesendur Náttúrufræðingsins velvirðingar á þessu. Eyþór Erlendsson. Eldsveppur. (Leiðrétting). I 3.-4. Jrefti síðasta árgangs á bls. 144 hefur 5. mynd snúist við. Texti undir myndinni á því að vera þannig: T. v. fullþroskað, t. h. óþroskað eintak. Helgi Hallgrímsson. Guðmundur Kjartansson: Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1963 Félagsmcnn Árið J963 lczt einn heiðursfélagi og sex ársfélagar, svo að stjórninni sé kunn- ugt, en alls teljast hafa horfið úr félaginu — við dauðsföll, úrsagnir og útstrik- anir vegna vanskila — 40 félagsmenn. í félagið gengu á árinu 38 nýir ársfélagar. I árslok er tala skráðra félagsmanna sem hér segir: 3 heiðursfélagar, 2 kjör- félagar, 71 ævifélagi og 744 ársfélagar — alls 820 félagsmenn. Stjórn og aðrir starfsmenn Stjúrn félagsins: Guðmundur Kjartansson, mag. scient, formaður: Einar B. Pálsson, dipl. ing., varaformaður; Eyjrór Einarsson, mag. scient., ritari; Gunnar Árnason, búfrkand., gjaldkeri Jakob Magnússon, dr. rer. nat., meðstjórnandi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.