Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 51
N Á T T ÚRUF RÆ ÐINGURIN N 45 Síðan var ekið út endilanga Hvítársíðu, yfir Hvitá á Kljáfossi og í Reykholts- dal. Skoðaður Deildartunguhver og gróður við hann, m. a. hið fágæta afbrigði af skollakambi (Blechiium spicant var. fallax), sem þar vex, en engum var leyft að taka sér sýnishorn af. í Reykholti voru skoðaðar Skrifla og Snorralaug, en í Hálsasveit melhjallar á efstu sjávarmörkum við Hvitá; enn fremur Hraun- fossar og Barnafoss, þar scm nú er nýr steinhogi á Hvítá, þannig til kom- inn, að gat hefur sorlizt á haft milli tveggja skessukatla, og fer þar nú iill áin í gegn. Á sunnudagsmorgun voru tekin upp tjöld og haldið heimleiðis, en ekið í niiklum krókum um sveitir Borgarljarðar og skoðaðir margir merkisstaðir, þar á meðal: — Fornar bæjartættur undir Reyðarfelli, þar sem svo vel vildi til, að fornfræðingar voru að vinna að uppgrefti. Þeir Þorkell Grímsson og Gísli Gestsson skýrðu fornminjarnar góðfúslega fyrir ferðafólkinu. — Forkunnarlegar jökulrákir á klöpp hjá Úlfsstöðum. — Strandlijallarnir í mynni Borgarfjarðar- dala (um 90 m y. s.) og einnig hinir lægri melhjallar með ieir undir (um 40 m y. s.), og fundust nokkrar sjóskeljar í þeim leir í Bæjarmelum. — Horft var á laxa í hyl í Grírnsá. — Vatnamótin miklu, þar sem saman koma Norðurá, Hvítá og Grímsá, voru skoðuð af Þjóðólfsholti, og sáust þar laxar stökkva upp úr vatninu. — Á Hvanneyri voru skoðaðir tilraunareitir um ýmiss konar áburð, og skýrði Þorsteinn Þorsteinsson þær tilraunir. -— Síðasti stanz til náttúruskoðunar var gerður við Árdalsá í Andakíl, og var þar safnað fjölda fornskelja úr háum leirbakka við ána. Útgáfustarfsemi Rit félagsins Náttúrufrœðingurinn, 33. árgangur, kom út í þrennu lagi, 3. og 4. hefti í einu. Samt var árgangurinn stærri en venja er, 16(4 örk (í stað 12 venjulega). Þessi tilbreytni stafar af því, að stjórn félagsins ákvað þegar á fyrra ári að minnast hundrað ára afmælis Stefáns Stefánssonar, skólameistara, 1. ágúst 1963, með útgáfu sérstaks lieftis með ritgerðum um grasafræði. Eyþóri Einarssyni var falið að afla ritgcrðanna og annast ritstjórn heftisins ásamt rit- stjóra Náttúrufræðingsins. Þegar til kom, varð efnið nokkru meira en við hafði verið búizt, og reyndist það ærið í tvö liefti. Því var sá kostur tekinn að láta tvö síðustu heftin koma út sem eina bók lil minningar um Stefán skólameistara. Að iiðru leyti annaðist dr. Sigurður Pétursson ritstjórn Náttúrufræðingsins eins og að undanförnu, og hefur hann enn verið ráðinn ritstjóri næsta ár. Afgreiðslu ritsins annaðist Stefán Stefánsson, bóksali, og liefur hann einnig verið ráðinn áfram til þess starfa. Aldarafmæli Eins og þegar er getið, var hundrað ára afmælis Stefáns Stefánssonar minnzt með útkomu sérstaks heftis af Náttúrufræðingnum. En auk þess lilutaðist félags- stjórnin til um það, að þess var einnig minnzt með sérstökum dagskrárlið í Ríkisútvarpinu á sjálfan afmælisdaginn, 1. ágúst. Var Ingimar Óskarssyni nátt- úrufræðingi falið að taka saman þann dagskrárlið í samráði við Útvarpsráð. Flutti hann erindi um Stefán skólameistara og valdi greinar eftir liann til upplestrar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.