Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 13
NÁTTÚRUFR. 75 Litla blesgœs (Anser ergtropus (L)). (Eftir Sergius Alpheraky: The Geese of Europe and Asia, London 1908). Nokkur orð tim grágæsír og helsíngja. Eftir Magnús Björnsson. Framhald. 4. tegund. Litla blesgœs (Anser erytropus (L.)). Syn. Anser íinmarchicus, Gunnerus. Anser minutus, Naumann. (Á NorcSurlanda-málum: Fjallgás, Dverggás, Dverggaas). Á ensku: Lesser white-fronted goose. Á þýzku: Zwerggans, kleine Blassgans, o. s. frv.). Lýsing. Höfuðið og efri hluti hálsins eru dökk-móleit, og tals- vert dekkri en á stóru blesgæs. Ýmisleg biæbrigði eru á litnum (dekkri eða Ijósari), og er því erfitt að kveða á um það, hvor þess- ara tveggja tegunda sé algengari. Breytileikinn er svo mikill, að sumir fræðimenn staðhæfa, að engir tveir einstaklingar af þessum tveimur tegundum gæsa, séu nákvæmlega eins á litinn. Yfirleitt er gæsategund þessi mjög svipuð stóru blesgæs á litinn, en það, sem aðallega skilur þær, er blesan í enninu. Á litlu blesgæsinni nær blesan talsvert hærra upp á höfuðið, þ. e. upp fyrir augu, og er það auðsætt, jafnvel úr nokkurri fjarlægð. Bregði maður bandspotta

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.