Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 10
2
NÁTTÚRUFR.
hann kom að Hólmsá, hafði vatnið náð brúnni og hækkaði óð-
um. Slapp hann þó yfir, en litlu síðar brast brúin.
Þegar á daginn leið, óx eldgangurinn, og dreif niður ösku,
einkum í Skaftártungu. Reiðarslög dundu í sífellu, og leiftur
léku um gosmökkinn. Var ekki friðlegt í Álftaveri, þegar nátt-
myrkríð féll á og grenjandi jökulhlaupið byltist og svall á all-
ar hliðar, enda flúði fólkið af ýmsum bæjum og dró sig saman í
flokka, þar sem hæst bar á.
Næsta morgun var komin austanátt, og lagði mökkinn til
vesturs. Féll þá aska um vestanvert Suðurland, allt til Reykja-
víkur, en eystra var sæmilegt skyggni. Síðar um daginn gekk
vindur í suður og suðvestur, og varð þá öskufall í Hornafirði.
Þótti nú ófagurt að líta yfir Mýrdalssand. Vatnsflóðið var að
vísu þorrið að mestu, en eftir lágu ægilegar íshrannir, og voru
sumir jakarnir á stærð við stói'hýsi (20 m. á hæð og þar yfir),
en gegnum jökulklungrin gengu breiðir farvegir, likt og götur
í þessari kynjaborg. Fyrir landi var að sjá óslitna ísbreiðu út
undir hafsbrún, og sjórinn var úlfgrár af jökulgormi. í Álfta-
veri og vestanverðu Meðallandi lágu hrikalegar jökulhrannir
utan í öllum hæðum og heima undir hlaði á sumum bæjunum.
Víða var jarðvegur allur skafinn burtu niður í klappir, en ann-
arsstaðar var gróðurinn horfinn undir aur og ysju.
Næsta dag hélt gosið áfram með miklum aðgangi, og virt-
ist þó fara rénandi. Komu nokkur vatnshlaup fram á sandinn
vestanverðan, en öll voru þau miklu minni en það fyrsta.
Þann 22. okt. magnaðist eldurinn að nýju. Kolsvartir ösku-
bólstrar þeyttust upp úr gígnum, langt í loft upp, með elding-
um, dunum og reiðarslögum. Hélt þessu fram næstu daga. Vind-
staða var breytileg, og bar mökkinn víða. Fylgdi honum ösku-
fall og myrkur, einkum í þeim héruðum, sem næst liggja Kötlu.
Þann 24. okt. gerði svo myrkt í Mýrdal, að ekki sá votta fyrir
gluggum um miðjan dag. Eftir það gekk vindur til austurs og
suðurs, og svifaði öskumekkinum inn yfir óbygðir, en næstu
dægur varð öskufall bæði vestanlands og norðan. Þessi gos-
kviða stóð fram undir mánaðamótin, en hægði þegar frá leið
og bar lítið á eldinum eftir þetta. Þó óx mökkurinn allmikið 2.
og 3. nóv., en ekki féll þá aska í byggðum. Og eftir 4. nóv. varð
ekki vart við gosið. Katla hafði lagst fyrir í bóli sínu og breiddi
ofan á sig að nýju.
Þetta gos stóð þannig röskar þrjár vikur, og getur það
vaxla talizt langvarandi eða stórkostlegt, eftir því, sem Költu-