Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 22
14 NÁTTÚRUPIi. Skúfönd (Nyroca fuligula (L.)). (Sjá kort V). Skúföndin dregur sig auðsjáanlega einnig til Bretlands-eyja, enda þótt að ein, sem fékkst í Noregi, bendi á það, að greinar geti klofnað frá aðalstofninum. Gamlir varpfuglar eru tryggir við hina gömlu varpstaði sina. Ein sem fékkst í Englandi í ágúst-mánuði, halði þar aðeins sumarsetu, án þess að verpa, 5. mynd. hún var aðeins ársgömul. Síðari rannsóknir verða að sýna, hvort að komið geti til mála að árs- gamlar skúfendur verpi. 6—7. mynd. Duggönd. Duggönd (Nyroca marila marila (L)). Duggendurnar íslenzku halda til Bretlands-eyja að haustinu og dvelja þar í stórum stíl yfir veturinn, því fjöldi þeirra hefir fundist í Englandi og írlandi. Margar þeirra hafa komið fram við Zuider-vatnið í Hol- landi, og héruðum þeim, sem að því liggja, og ein hefir fundist lengst inni í meginlandi við Rín. Ein, sem fannst í Skotlandi í ágúst, hefir sjálfsagt dval- ið þar að sumar- lagi, enda fer ekki að bera á þeim i írlandi (frá íslandi) fyr en í október.— Gamlir fuglar virð- ast tryggir varpstöð- um sínum. (Sjá kort VI). Kort VI. Duggönd.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.