Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 33
NÁTTÚRUFR. 25 enska vöruheitinu „Persian lamb“. Með landsmönnum sjálfunr hefir fjárkynið jafnan heitið „Arabi“, þ. e. arabiskt fé, sem virðist benda til þess að það sé upprunnið frá Arabíu. Vísinda- menn telja það til þeirrar tegundar af ættkvíslinni Ovis er þeir nefna Ovis vignei. Það eru skinnin af lömbunum, helzt ekki eldri en 2—3 nátta, sem hefir gert fjárkyn þetta frægast. Þau eru svört, ein- kennilega fallega hrokkin og gljáandi. Þegar lömbin eldast Karakúlkind. fer að greiðast úr lokkunum og gljáinn að hverfa og verða þau þá verðmætislaus. Fallegust þykja þau af ófullburða lömbum og eru þau skinn nefnd „breiðdindlar“ (Breitschwánze, e. broadtails), þar er áferðin sléttust og gljáinn mestur. Þetta er ekki tízkuvara að eins frá deginum í dag, því að á mynd- um frá því um 1400 fyrir Krist sjást skinn þessi á skrautklæðn- aði og hafa þau því þá þegar verið komin í tízku. Fullorðið fé, 3—4 vetra, er grátt að lit, þó að lömbin séu tinnusvört. Ekki þykir fjárkynið hafa neina sérstaka kosti aðra en lambskinn- in. Ketið er þó talið gott átu og mjólkin fitumikil. Ullin mun varla vera betri eða meiri en á íslenzka fénu. Einna einkenni- legast við fé þetta, í okkar augum, er dindillinn. Hann er langur,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.