Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 39
NÁTTÚRUPR. 31 Flugfjaðrirymr, þær allra fremstu (ytztu), eru gráleitar, en svartar í oddinn. Allar hinar flugfjaðrirnar eru mósvartar að lit, með hvítum fjaðurhryggjum. Aftari (efri) flugfjaðrirnar (ofan alnbogans) eru með ljósgráum jöðrum. Að innanverðu eru væng- irnir dökkgráir að lit. Bringan er ljós-mógrá að lit, er fiðrið þar með fölleitum fjað- urjöðrum og sýnist því bringan stundum vera með bugðóttum þverrákum og sama er að gegna um búkinn þar fyrir neðan, sem er ljósgrár, oft nærri skolhvítur, með dökkum þverrákum. Lærin eru mógrá og er fiðrið með ljósleitum, gráum fjaðurröndum. — Yfirleitt er þessi gæsartegund líkari stórugrágæs að lit, en akur- gæsinni, sem er þó skyldust henni. Er það ljósgrái liturinn á vængjunum, sem því veldur. Nefið er svart, með rauðgulu belti yfir um, aftan naglarinn- ar, á báðum skoltum. Á efri skoltinum nær rauðguli liturinn að ofanverðu aftur að nasaholunum og neðan við þær aftur að munn- vikunum. Upp með nasaholunum aftanverðum gengur oft mjó, gulrauð rák, all-langt upp eftir hliðunum á nefinu. Á neðraskolts- r öndunum er stundum mjó, gulrauð rák aftur að munnvikum. Það sem einna helzt auðkennir þessa gæs frá öðrum grá- gæsum, — er nefið, það er svo stutt, sýnist það því gildara, en það er í raun og veru. Fæturnir eru bleikrauðir að lit, er það sérkenni þessarar gæsartegundar. Sundfitarnar eru oftast ivið ljósari (föl-) bleik- ari, en fótleggirnir, klærnar á tánum eru svartar. Framanskráð lýsing á aðallega við um fullorðnar heiða- gæsir og einna helzt steggina. Liturinn er á ýmsan hátt breyti- legur eftir aldri og að nokkuru leyti einnig eftir kynferði, þótt þess gæti oftast minna. Sérstaklega er þess að gæta — að nef- iits þessa, sem hér hefir verið lýst og sýndur er á myndinni, — gætir lítt fyrr en gæsirnar eru orðnar full-þroskaðar, 4—5 ára eða eldri. Einna gleggst sést þetta á steggnum. Gæsin er þá að vísu einnig gulrauð upp að munnvikum, en það er þó ekki nærri eins áberandi. Ungir fuglar á 1. ári eru svipaðir foreldrunum að lit, að öðru leyti en því, að þeir eru yfirleitt allir dekkri. Nef og fætur eru nær svartir, framan af fyrsta sumri, en ljósi liturinn á vængj- unum kemur all-fljótt fram, og er það gott einkenni á ungunum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.