Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 44
36 NÁTTÚRUFR. anleg sönnun þess, að hevSagæsir verptu hér á landi, og gátu nú erl. fræðimenn ekki lengur dregið það í efa. Þó taldi Mr. Congreve að aðeins fátt eitt af heiðagæsum mundi verpa þar og ekki lík- legt, að þeirra væri víða að leita hér á landi. Leitaði hann ekki lengra, annaðhvort af því, að hann hefir ekki talið líklegt að nokkuð hefðist upp úr því, eða hann hefir ekki treyst sér til þess. En hann var eigi heilsuhraustur og því lítt fær til erfiðra langferða um öræfi. Veður var óhagstætt, er Mr. Congreve var þarna á ferð. Þrátt fyrir það, að engin vissa var fyrir því, að heiðagæsir verptu hér á landi, svo orð væri á gerandi, var þó talið rétt, að rannsakað yrði nánara, hvernig ferðum þeirra væri háttað, — en þær eru all-algengar, bæði að vorinu, en þó einkum á haustin, víða á Suðurlandi, og var líklegast að þar væri um farand-far- fugla að ræða. Var margt sem benti til þess, að heiðagæsir o. fl. gæsateg. færu síður með ströndum fram eins og margir aðrir farfuglar virðast gera, — en legði í þess stað leið sína þvert norð- ur yfir miðhálendi landsins, — færu upp með stórám þeim, sem falla suður af hálendinu, t. d. Hvítá, Þjórsá o. fl., en niður með Skjálfandafljóti o, fl. vötnum, sem falla norður um hálendið. En þá leið má fá að mestu óslitinn vatnaveg þvert yfir landið. Á hverju hausti koma allskonar gæsir, bæði grágæsir og helsingjar, í stóreflis hópum, svo að oft skiptir þúsundum í einu, norðan af hálendinu og fara niður með stóránum sunnanlands, einkum Þjórsá og Markarfljóti. Eru þessar haustferðir þeirra all-reglubundnar, — fyrstu stórhóparnir koma venjulega um réttaleytið, og halda svo áfram fram eftir haustinu, allt fram að veturnóttum, þegar tíðarfar er sæmilegt. Hafa menn tekið eftir því, að grágæsirnar koma að norðan á öðrum tíma, en helsingj- arnir og virðast hvortveggja ferðast út af fyrir sig oftast nær. Að því er grágæsirnar snerti, gátu þessar haustferðir ofan af hálendinu stafað frá því, að þar væri ef til vill gæsavörp, t. d. í „verunum" meðfram Þjórsá, sem mönnum væri eigi fullkunn- ugt um, og væri þá eigi að öllu leyti um farandfarfugla að ræða. Til þess, ef hægt væri, að ráða að einhverju leyti fram úr vafa-atriðum þeim, sem drepið hefir verið á undanfarið, sótti höfundur þessarar ritsmíðar um styrk úr Menningarsjóði, til þess að ferðast um hálendið og kynnast fuglalífinu á þeim slóð- um. Varð sjóðstjórnin vel við þeirri málaleitan, og hafa þegar verið farnar nokkurar ferðir um miðhálendi landsins s. 1. þrjú ■sumur, — 1931, 1932 og 1933. Er það ,,Náttúrufræðingnum“

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.