Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 46
38 NÁTTÚRUFR. lega sezt hún að við árfarvegi eða vatnsmikla læki, því að það verður að vera skammt til vatns og sem greiðfærast fyrir ung- ana, þegar þeir koma úr eggjunum. Oft býr hún um sig í smá- hólmum í ám og lækjum. Mjög víða sezt hún að á klettasillum í giljum og gljúfrum, því að þár er hún oftast einna óhultust, meðan hún liggur á eggjunum,*) eða í mosavöxnum hraunhól- um og borgum, þar sem skammt er til vatns. Sjaldan hreiðrar hún um sig á jafnsléttu, nema þar sem hún veit sig nokkurn veginn óhulta fyrir ásókn erki-óvinarins — tófunnar, t. d. á eyrum milli straumharðra jökulkvísla (t. d. undir Arnarfelli). Einstaka sinnum verpur hún í efstu jökulurðum uppi við jökla (t. d. við Brúarjökul). Ekki er heiðagæsin verulega kröfuhörð viðvíkjandi jurta- gróðri, þar sem hún velur sér varpstöðvar, en ætíð verður þó einhver vísir til gróðurs að vera nærtækur, þegar ungarnir fara á kreik, og yfirleitt er sjaldan mjög langt til beitilandanna og oftast sæmilega greiðfær vatnaleið fyrir ungana, því að þeir eru ónýtir til gangs framan af æfinni. Heiðagæsamæðurnar sækja ekki að ráði þangað til beitar með ungana, sem gróður er samfelldur, fyrr en þeir eru orðnir nokkuð stálpaðir. Flaga- gróður ýmiskonar er þeim vel að skapi, einkum þar sem dálít- ið er af elftingum (Equisetum), — þær eru uppáhaldsfæða allra grágæsa, en þó einkum unganna. Harðlendisgróður allur virðist vera gæsunum meira að skapi en mýrlendis. Sérstak- lega virðast heiðagæsirnar vera hændar að öllu hraunlendi, jafnvel þótt þar sé lítt vaxið gróðri, nema mosa og skófum. Sé skammt til vatns (tjarna, lækja eða ár), kunna þær sýnilega vel við sig á slíkum stöðum. Eru gæsirnar svo samlitar þessháttar gróðri, að illt er að koma auga á þær, þótt þær sé rétt hjá manni og allt í kring, er þær bæla sig niður, teygja fram höfuð og háls og liggja alveg hreyfingarlausar, en þetta er háttur þeirra, er þær verða varar við mannaferð, eða ef eitthvað annað óhreint er á ferðinni. Tekst þeim þá oftast að dyljast á þenna hátt. Sérstaklega er erfitt að koma auga á ungana, þeir eru svo litlir, líkastir mó- rauðum bandhnyklum, og eru næstum ósýnilegir. Það eru að- *) Víða hagar svo til hér á landi, t. d. i Krossár- og Skjálfandafljóts- gljúfrum, Kisárbotnum o. v., að heiðagæsarungarnir verða að fara niður snarbrattar urðir, eða steypa sér fram af þverhnýptum hömrum, til þess að komast á vatn. Týna þá margir þeirra tölunni á því ferðalagi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.