Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 56
48
NÁTTÚRUFR.
í 16 ríkjum á jörðinni eru fleiri bílar en hér á landi, miðað við fólks-
njölda. Bandaríkin hafa bíl á 5. hvern mann, en ísland á 71. hvern mann á
landinu.
Úr einu kílói af hreinu gulli, fást 2480 krónur í tíu eða tuttugu króna
peningum.
Þyngsta frumefnið, sem til er, er Ósmíum. Eðlisþyngd þess er 22.48.
Ein smálest af því kemst í 44 lítermál.
Fólksfjöldi jarðarinnar er 2025 miljónir. Hann hefir þrefaldast á
síðustu 125 árum.
Líkami mannsins er lengstur (maðurinn hæðstur) á morgnana, en
stytztur á kvöldin. Mismunurinn getur numið allt að því 3 cm.
Prentvillur.
í greininni: Með hverju „slá“ fuglarnir? í Náttúrufr., 7.—8. örk, 1931:
Bls. 121:
1) Síðast í 1. málsgr.: „sígkastið" á að vera: síðkastið.
2) í 2. málsgr. (á miðri síðu): „í gömlum jökulvötnum“ á að vera:
' gömlum jökulöldum.
3) Síðar í sömu málsgr. (neðst á síðunni) : „upp með jökul“ á að
vera: upp við jökul.
Bið eg höfund greinarinnar afsökunar á þessum prentvillum. Á. F.
I næsta hefti mun verða minnst nokkurra rita um íslenzka
náttúrufræði, sem út hafa komið nýlega, rúmsins vegna verður
,því ekki við komið í þessu hefti. Á. F.