Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÖINGURINN 27 grannvaxnir, án eiginlegs vaxtarlags. Flestir eru jurtir, t. d. grös og Jiálfgrös, sem setja mjög svip sinn á landið. Brönugrasaættin er talin fullkomnust einkímblöðunga að ýnrsu leyti. Blónr brönugrasa eru mjög margvísleg, undursamlega löguð fyrir skordýrafrævun. Hér á landi vaxa brönugrös, lrjónagrös o. II. af jressari ætt, en fjölbreyttust er hún í skógum lreitu landanna. Vaxa brönugrös þar oft utan á trjánum (orkideur). Liljur eru dálítið ræktaðar hér í görðum og innanhúss, t. d. túlípanar. Villilaukur vex villtur eða hálfvilltur á stöku stað. Pálmarnir eru skógartré í heitunr löndunr, en lrér eru nokkrar tegundir þeirra ræktaðir lítils lráttar í stofunr. Ýnrsar afurðir þeirra flytjast hingað, t. d. döðlur og pálmafeiti. Fenjakólfar eru lítt kunnir lrér á landi. Þeir bera gildvaxið, kjötkennt ax og lrafa oft gilda jarðstöngla. Ein tegund (Calla) er ögn ræktuð í stofum og gróðurlrúsum. Tvíkímblöðungar bera lieil eða skert blöð, oftast fjaðurstrengjótt eða handstrengjótt, stakstæð, gagnstæð eða kransstæð. Blóm þeirra eru oftast 5- eða 4-deild. Þeir eru ýmist tré eða jurtir. Stönglarnir eru nreð vaxtarlagi og oft gildvaxnir. Á teikningunni eru sýndir fáeinir ættarstofnar af öllunr Jreinr grúa ætta, sem til tvíkímblöð- unga teljast. Reklatré — víðir, eikur og valhnetur — eru ganrlar greinar á einunr ættarstofninum. Fíkjur og lrjartagrös eru talin yngr'i. Hjartagrösin eru algeng lrér, t. d. holurt, lanrbagras, haugarfi, nrús- areyra o. s. frv. Annar ættarstofn ber kaktusana, lrinar undarlegu eyðimerkurjurtir heitu landanna. Ofar á sama stofni vaxa rósir, sól- eyjar, draumsófeyjar, belgjurtir o. fl. Er ennþá deilt unr smágreina- skipunina, t. d. unr draumsóleyjagreinina. Þriðji ættastofninn ber fyng, varablóm, körfubfóm o. fl. Eru körfublómin talin blómi tví- kínrblöðunga, líkt og brönugrösin eru fullkomnustu einkímblöð- ungarnir. Körfublómin eru talin tiltölulega ung ætt, ekki komin í eins fastar skorður og nrargar aðrar. Hún er nijög auðug að afbrigð um, sbr. ailan túnfífla- og undafíflagrúann og fjölbreytnina. Ganrlar ættir eru fastari í rásinni. Er mikiu minna unr breytileik og afbrigða- myndun þar lreldur en hjá ungu ættunum á óróaaldrinum. Fyrirmyndin að ættatrénu er tekin úr bók G. J. Hylanders: The World of Plant Life, New York 1944. Á teikningin að gefa ofurlitla hugmynd unr þróunarsögu gróðursins. Hún sýnir, lrvernig hið nrikla ættartré gróðursins vex upp af einni rót og greinist síðar í ættar- stofna, greinar og kvisti. Margar greinar eru fallnar af fyrir löngu,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.