Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 7
Peter Scott: Happadagurinn Sumarið 1951 var efnt til brezk-islenzks leiðangurs til heiðagæsabyggðanna í Þjórsárverum við Hofsjökul. Að leiðangri þessum stóðu The Severn Wihlfowl Trust undir forystu Peter Scotts, og Náttúrugripasafn íslands, en af hálfu þess tók dr. Finnur Guðmundsson þátt í leiðangrinum. Auk þeirra tóku þátt í leiðangrinum Englendingarnir James Fisher og Miss Philippa Talbot-Ponsonby, en fylgdarmað- ur var Valentinus Jónsson frá Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Aðaltilgangur leið- angursins var að kanna útbreiðslu og lífshætti heiðagæsanna á þessum slóðum, svo og að merkja heiðagæsir eftir þvi sem tök væru á. Leiðangursmönnum tókst að merkja 1150 heiðagæsir, og má það teljast ágætur árangur. Nú hafa Peter Scott og James Fisher skrifað fei'ðasöguna og nefnist hún „A Thousand Geese“. Er bók- in tileinkuð dr. Finni Guðmundssyni með óskinni: „May his shadow never grow less“. Bókin kom fyrst út árið 1953, og seldist fyrsta útgáfan upp á skömmum tima. Var bókin því endurprentuð 1954, og sama ár var hún einnig gefin út í Ameriku. Bókin er mjög fjörlega og skemmtilega skrifuð og prýdd mörgum myndum, bæði ljósmyndum, og teikningum eftir Peter Scott. Hér fer á eftir stuttur kafli úr bókinni, og fjallar hann um gæsasmölunina hinn 25. júli 1951, en það var fyrsta smölunin, sem bar verulegan árangur. Tilraunir, sem áður höfðu verið gerðar til smölunar, höfðu farið algjörlega út um þúfur. H. E. Hinn 25. júlí vaknaði Peter kl. 3.15 að morgni við flugvéladyn i fjarska. Gat þetta verið Sunderlandflugbáturinn, sem við áttum von á að kæmi til að kasta niður pósti og filmum? Þegar hann kom út úr tjaldinu, ljómaði morgunroði nýs dags á lofti, og í fjarska eygði hann flugvél, er líktist Catalinaflugvélinni, sem heldur uppi ferðum milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar, en undarlegt virtist þó, að hún skyldi vera á ferð um þetta leyti sólarhrings. Kl. 8 var kominn kuldastormur af norðri og loft orðið skýjað. Við ætluðum öll yfir í Oddkelsver til að reyna að smala í netgirðinguna, sem við höfðum áður sett þar upp á kolli grárrar melöldu — öll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.