Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 15
FUGLALlF Á SELTJARNARNESI
9
Bakkagranda, vestan óssins, og í ofviðrum gengur stundum sjór yfir
báða grandana. Nyrzt í Suðurnesi og á Snoppu er sendið graslendi.
Búðagrandi og grandinn við Lambastaðatjöm eru grýttir og svo til
gróðurlausir, sömuleiðis austasti hluti Bakkagranda. Stórgrýttir sjávar-
kambar eru meðfram ströndinni frá Búðum norður fyrir Suðurnes-
vörðu. Við Bollagarða er dálítill klettabakki við sjóinn, og austan-
megin í Suðurnesi er um 5 m hár sandbakki með sjónum.
Fjaran er stórgrýtt frá Eiði allt út í Gróttu, sömuleiðis í Suðurnesi
utanverðu (frá Suðurnesrifi að Búðagranda) og frá Bakka inn að
Vegamótum. Á síðastnefndu stöðunum er hún meira aflíðandi og
smágrýttari en á hinum fyrri. Þanggrandar eru mestir við Eiði, í
kringum Gróttu og við Suðurnes (Suðurnesrif og Búðagrandi) og milli
Bakka og Hrólfsskála. Sandfjörur eru við Seltjörn mestalla og milli
Búðagranda og Bakkakots. Einnig er dálítil sandfjara rétt fyrir innan
Hrólfsskála. Útfiri er einna mest á þessum stöðum.
Allar tjarnir á Seltjamarnesi em saltar og grunnar og með leðju-
eða sandbotni. Bakkatjörn er þeirra stærst og sú eina, þar sem flóðs
og fjöru gætir að ráði, og koma þar upp miklar leirur um háfjöm.
í Búðatjörn er lítill grasivaxinn hólmi, hlaðinn af mönnum. Tjörnin
í Dal í Suðurnesi er í mýrlendri dæld. Á vorin safnast vatn í Dal
á Snoppu, en hverfur, er líður á sumarið, og er þar þá grösugt mjög.
Lambastaðatjörn var þurrkuð upp með mikilli fyrirhöfn fyrir nokkr-
um ámm, að því er virðist algerlega að ástæðulausu. Er þar nú að-
eins leirflag eftir.
Fyrir neðan Melshús eru stakkstæði, og þar em einnig tvær hálf-
fallnar steinbryggjur og steinveggur mikill. Fisktrönur eru á tveim-
ur stöðum á Valhúsahæð, og taka þær yfir allmikið svæði. Stærstu
skolpræsin koma til sjávar austan við Lambastaðatjörn og milli IJLrólfs-
skála og Melshúsa. Að þeim dragast einkum máfar og vaðfuglar. I
Suðurnesi eru 5 háar stefnuvitastengur.
Með mannvirkjum sínum og ræktun hefur maðurinn haft mikil
áhrif á fuglalíf Seltjarnarness. Auk þess er dálítið skotið af sjófuglum
(skörfum, máfum og svartfugli), mjög lítið af stokköndum og svo
til ekkert af öðrum tegundum. Minks hefur aðeins orðið vart á svæð-
inu, en ekki er hann landlægur. Tvisvar hafa fundizt dauðir minkar,
og einn var skotinn fyrir nokkrum árum. Aftur á móti valda rottur
tjóni á ungum og eggjum, einkum í Suðurnesi, en þar hafa þær num-
ið land á síðustu árum, og virðast þær hafa útrýmt hagamúsum, er
áður voru algengar í Suðurnesi.