Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 17
FUGLALlF Á SELTJARNARNESI
11
granda. Er þetta í fyrsta sinn, sem þessarar amerísku gæsar verður
vart hér á landi.
11. Stokkönd (Anas platyrhynchos). Algeng á öllum tímum
árs, en einkum þó á veturna. Eru þær þá oft allt að 500 alls á
Straumandarblikinn sást oftast með stokkandarpari og var í sífelldum eltingarleik
viS þaS.
sjónum og tjörnunum. Verpur einkum á graslendi, i túnum, mýr-
um og móum. Einu sinni höfum við þó fundið hreiður hennar
á gróðurlitlum sandgranda og tvisvar á stórgrýttum sjávarkambi.
Hreiðrið er að mestu úr stráum, við sjó er oft einnig dálítið þang
i því. 1 þvi er allmikill dúnn. Af 5 hreiðrum, sem við höfum athug-
að, voru tvö með 6, eitt með 7 og tvö með 8 eggjum. Þessi hreiður
fundust 31. maí, 5., 7., 11. og 25. júní. Eggin í þeim öllum voru óung-
uð nema í hreiðrinu frá 5. júní, þar sem þau voru mikið stropuð.
Fyrstu ungar sjást seinni hluta júní, en þeir siðustu verða fleygir í
scptember. Þeir halda sig aðallega í háu grasi, einkum þegar hætta
steðjar að, en sjaldnar eru þeir á litlum tjömum eða skurðum.
12. Urtönd (Anas crecca). 1 desember 1952 og janúar 1953 sá-
ust urtendur við Bakkatjörn og í Suðurnesi. Hinn 29. des. 1952 sáust
11 saman, en annars aðeins stakir fugl-
ar. 1 apríl sjást árlega stöku fuglar.
13. Rauðhöfðaönd (Anas pene-
lope). Veturinn 1952—1953 sáust rauð-
höfðaendur við Suðurnes og á Bakka-
tjörn allan veturinn, stundum hundr-
uðum saman. Smáhópur (15) sást í
apríl 1953 í Dal. Síðan hefur hún ekki