Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 22
16 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN varla átt meira en 1 egg, ef þá nokkuð. Fyrstu ungarnir fara að sjást upp úr 10. júní. Þeir yfirgefa hreiðrið innan sólarhrings, en verða ekki fleygir fyrr en þeir eru 25 daga gamlir. Snemma i ágúst fer sandlóan að fara, en nokkrar (umferðafarfuglar?) sjást þó í l’jörunni fram undir miðjan september. 29. Spói (Numenius phaeopus). Sést aðallega i maí, en mjög sjaldan í júní—september. Aldrei er mikið um hann, hafa flestir sézt 11 saman. 30. Stóri spói (Numenius arquata). Sést frá ágúst fram yfir miðjan maí (seinast 18. maí), en er sjaldgæfur í ágúst og maí. Oft- ast 1—5 saman, stundum allt að 10. 31. Stelkur (Tringa totanus). Mestmegnis farfugl. Hann fer að koma um 10. apríl og fjölgar mikið næstu daga. I lok apríl er fjöldi þeirra orðinn um 200, en snemma í maí fer þeim aftur að fækka, og verða þá ekki eftir nema um 20 fuglar, og eru það líklega varp- fuglar og ef til vill eitthvað af geldfugli. Stelkurinn er strjáll varp- fugl, þar sem aðeins 5—6 pör verpa árlega á öllu svæðinu. Hreiðr- in eru oft fast við stein, staur eða aðra mishæð. Af 5 hreiðrum voru fjögur með 4 og eitt með 2 eggjum, en þar var hann auðsjáanlega ekki fullorpinn. Öunguð egg höfum við fundið frá 14.—24. mai, en aðalvarptíminn virðist vera um 20. maí Um þetta leyti má oft sjá hið sérkennilega biðilsflug stelksins. Hann framkvæmir það oftast í fárra metra hæð yfir jörðu, en stundúm hátt uppi eins og hrossa- gaukur. Flýgur hann með hröðum, stuttum og titrandi vængjaslætti skáhallt upp á við. Síðan lætur hann sig svífa á stinnum vængjum skáhallt niður á við, „klifrar“ siðan upp aftur og heldur þannig áfram. Meðan á þessu stendur, er hann mjög hávær. Ungarnir koma venju- lega úr eggjunum um 15.—20. júní og verða fleygir um miðjan júli, en stundum þó síðar (í ágústbyrjun). Um þessar mundii' fer stelkum töluvert að fjölga og verða flestir um 100. Þeirri tölu halda þeir til mánaðamóta sept.—okt., en fækkar þá eitthvað. Þeir eru þó yfir 50 allt til októberloka, en í byrjun nóvember eru þeir, sem á annað borð fara, horfnir. Dálítill slæðingur er af stelk í fjörunum á veturna. Sjást stundum allt að 20, en oftast svona um 5. Virðast þeir lií’a vet- urinh vel af. 32. Tildra (Arenaria interpres). Algeng allan ársins hring, en þó er mun meira um hana að vetrinum. Minnst er af henni um hásumarið, en á veturna skiptir hún mörgum hundruðum. 33. Hrossagaukur (Capella gallinago). Farfugl. Þeir fyrstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.