Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 23
FUGLALlF Á SELTJARNARNESI 17 koma um 10. apríl. Síðan fjölgar þeim smám saman, en ekki fyrir alvöru fyrr en um 20. apríl. Um 25. s. m. eru þeir venjulega alkomn- ir, en nokkuð er það breytilegt. T. d. komu þeir mun síðar vorið 1953 en 1952, en þeir fyrstu komu þó á sama tíma. Hrossagaukurinn er allalgengur fyrst á vorin (oft 20—30), en fækkar aftur í maíbyrjun, og verða þá aðeins varpfuglar eftir. Hann byrjar að hneggja um leið og hann er alkominn (20.—30. apríl) og heldur því áfram fram í fyrri hluta júlí, en ekki reglulega úr þvi. Sem varpfugl er hrossa- gaukur ekki algengur, þar sem fremur lítið er um staði, sem honum líkar. Verpa varla meira en 5 hjón á öllu svæðinu. Hreiðurstað velur hann sér helzt í móum, blautum eða þurrum, en sjaldnar í túnum. Einu sinni hefur hreiður fundizt á grónum malarkambi. Hreiður- gerð er mjög einföld, eins og hjá flestum öðrum vaðfuglum. Við höf- um aðeins athugað 5 hreiður, þar af voru fjögur með 4 og eitt með 3 eggjum. Hreiðurfundir okkar benda til þess, að varptíminn sé sein- ustu dagana í maí. Ekki höfum við fundið hann á eggjum síðar á sumrinu, né lieldur athugað neitt útungun eggja, og lítið unga, en þnir verða líklega fleygir fyrri hluta júlí, en hafa þá ekki náð fullri stærð. 1 september kemur nokkuð af hrossagauk, en aldrei nærri eins mikið og á vorin. Þeir fara að tínast burt í september, en einstaka fuglar sjást þó allt fram undir 20. október. Einstaka sinnum hefur orðið vart við hrossagauk að vetri til (við Bakka). 34. Rauðbrystingur (Calidris canutus). Umferðafarfugl, sem heldur sig aðallega í fjörum Suðurness og grandanna. Kemur venju- lega seinni hluta april (22.4.1953 og 19.4.1954), en einn fugl hefur þó sézt 10.4.1953, en það var stakur fugl, og sáust rauðbrystingar ekki aftur að ráði fyrr en um 22. s. m. Ná hámarki í mailok og hafa þá sézt allt að 3000 saman. Snemma í júní hverfa þeir að mestu og verða ekki eftir nema nokkrir tugir. 1 júlibyrjun fara þeir að koma aftur og fer síðan fjölgandi, unz þeim fer að fækka aftur í ágúst. Ilverfa um mánaðamótin ágúst—september. Hinn 25. sept. 1952 sá- úst þó um 20 í hóp. Nokkrum sinnum hefur hann sézt að vetri til: 5. des 1954 sáust a. m. k. 40 í Suðurnesi, og 21. febr. 1953 sáust þrír á sama stað. 35. Sendlingur (Calidris maritima). Sést allan ársins hring, en er mjög sjaldgæfur í júní og júlíbyrjun. Á veturna er hann mjög al- gengur, skiptir þá stundum þúsundum. 36. Lóuþræll (Calidris alpina). Farfugl, sem kemur um 20.apríl (1952: 19.4.; 1953: 21.4.), eða um svipað leyti og sandlóan og er oft 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.