Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 25
FUGLALlF A SELTJARNARNESI 19 43. Stóri hvítmáfur (Larus hyperboreus). Sést svo til allan ársins hring, en aðeins einstöku fuglar í júní—ágúst. Hann sést oft- ast út af Suðurnesi, stundum margir saman (150—200). 44. Litli hvítmáfur (Larus glaucoides). Allalgengur frá okt. —febr., en i marz hefur hans ekki orðið vart. Kemur síðan aftur í apríl og sést stundum fram í maí. Hafa flestir sézt 100 saman. Halda sig mest við norðurströnd nessins. 45. Hettumáfur (Larus ridibundus). Algengur allan ársins hring, en er þó miklu algengari að vetrinum, því að þá safnast þeir saman víðs vegar að. Aðallega halda þeir sig við öskuhaugana og á öðrum stöðum, þar sem æti er að fá, og skipta þá oft mörgum þús- undum. Sjást einnig annars staðar með ströndinni allt í kringum nesið nema í Suðurnesi, þar sem þeir eru sjaldgæfir. Oft, þegar norð- arstormur er, hverfur hann frá öskuhaugunum og leitar skjóls Skerja- fjarðarmegin ásamt öðrum máfum (stormmáfum, ritum). Fyrri hluta apríl fara þeir að sjást reglulega í Suðurnesi, og síðari hluta þess mán- aðar fækkar þeim niður í fáein hundruð við öskuhaugana. Hettumáf- urinn verpur í Suðurnesi, aðallega í Búðatjarnarhólma, og þar varp fyrsta parið, sem okkur er kunnugt um. Var það árið 1949. Síðan hefur hann orpið árlega og fer fjölgandi. Árið 1952 urpu t. d. um 15 pör í Búðatjarnarhólma og 2—3 pör annars staðar í Suðurnesi. En eggin voru tekin svo að segja jafnóðum og þeim var orpið, og komu aðeins tvö pör upp ungum sínum. Álika var það árið 1953, en held- ur fleiri urpu þar 1954. Hettumáfamir fara að verpa um 10. maí, og er aðalvarptíminn 10.—20. maí, þótt eftirvarp fari auðvitað síðar fram. Eggin eru langoftast 3, en stundum líklega 2. Hettumáfur verp- ur eins og fyrr getur aðallega í Búðatjarnarhólma. En auk þess verpa þeir einnig í urð við sjó og í mýrlendi í Dal (1 hreiður). Tvisvar hafa fundizt hreiður uppi á litlum árabát, sem liggur á hvolfi i Búðatjörn, og einu sinni hreiður á stórum steini í Búðatjörn. Hreiður- gerðin er frekar lítilfjörleg, en þó meiri en hjá vaðfuglum. Er hreiðr- ið misstórt eftir stað. f hólmanum eru þau mjög lítilfjörleg, en í urð- um og í bleytu em þau allstór sinuhrúga. Unga höfum við lítið getað athugað, enda lítið um þá. Hettumáfurinn mun varla valda tjóni á ungum og eggjum annarra fugla. Þó hefur einu sinni fundizt dauður stelksungi í hettumáfshreiðri. Hins vegar er almennt álitið, að hann valdi tjóni, og er hann liklega rændur þess vegna. 46. Rita (Rissa tridactyla). Stöku fuglar sjást allan ársins hring, en algeng er hún ekki nema í apríl og maí, en þá fjölgar henni

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.