Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 30
Finnur Guðmundsson:
íslenzkir fuglar XI
Hvítmáfur (Larus hyperboreus)
Hvítmáfurinn er lítið eitt minni en svartbakurinn. Fullorðnir fugl-
ar eru venjulega um 1^4 kg á þyngd (1300—1700g), en feitir ung-
fuglar geta þó verið nokkru þyngri eða allt að 2 kg. Litarmunur eftir
kynferði er enginn, en stærðarmunur er allmikill eins og hjá svart-
baknum. Eru karlfuglarnir mun stærri og þyngri en kvenfuglarnir.
Idvað lífshætti snertir, svipar hvítmáfinum mjög til svartbaksins, enda
er hér um náskyldar tegundir að ræða. Hvitmáfurinn hefur oft verið
nefndur stóri hvítmáfur til aðgreiningar frá litla hvítmáf, sem er
vetrargestur hér á landi. Þar sem slík tvínefni á fuglum eru óþjál í
notkun, legg ég til, að hvítmáfur verði tekið upp i stað stóra hvit-
mófs, en bjartmáfur i stað litla hvítmófs. Jón Marinó Samsonarson,
stud. mag., hefur bent mér á nafnið bjartmófur, sem mun vera gam-
alt hvítmáfsnafn. Annars hafa íslenzkar nafngiftir á báðum þessum
tegundum verið mjög á reiki, enda eru þær svo líkar, að oft og ein-
att er mjög erfitt að þekkja þær í sundur. Hafa því nöfnin máfur,
hvítmáfur, grámáfur og hvítfugl verið notuð jöfnum höndum um
báðar tegundirnar.
I varpbúningi er hvítmáfurinn ijósblógrór ó baki, herðum og vængj-
um, en að öðru leyti er hann drifhvitur. Einnig eru flugfjaðrir og
axlarfjaðrir hvítar í oddinn. Nefið er fagurgult, lítið eitt ljósara við
rætur neðra skolts og horngrátt i oddinn. Á neðra skolti eru fagur-
rauðir hakblettir. Fæturnir eru fölgráir með ofurlitlum roðablæ, eink-
um ó fitjum, iljum og aftan á rist. Lithimna augans er gráhvítgul, og
í kringum augað er sítrónugulur hringur. I vetrarbúningi er fuglinn
með þéttum, sótgróum eða sótbrúnum langflikrum á höfði og hálsi,
en að öðru leyti er liann eins á lit og á sumrin. Dúnungar eru grá-
hvítir að neðan, en að ofan ljósgráir með daufum móleitum flikrum
og dökkum áberandi dílum á höfði og hálsi. Ungfuglar á fyrsta hausti
og vetri eru ljósgrábrúnir að neðanverðu með ógreinilegum dílum á