Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 34
28
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
verður ekkert fullyrt með vissu, en ég ætla þó, að varppörin geti vart
verið fleiri en 3500. 1 Breiðafjarðarvörpunum skipta varppörin í
smæstu vörpunum, þ. e. a. s. þeim, er vörp geta kallazt, nokkrum tug-
um, en í stærstu vörpunum skipta þau nokkrum hundruðum.
Hvítmáfsvörpin við Breiðafjörð eru langflest í bröttum hamrahlíð-
um skammt frá sjó, en ekki i þverhníptum sjávarbjörgum. Venjulega
er mjó láglendisræma milli varpstöðvanna og sjávar, og er breidd
hennar oftast %—2 km, en getur þó verið allt að 4 km. Fjöllin, sem
vörpin eru i, eru mjög misjafnlega há eða frá 200—600 m. Neðst í
hlíðum þeirra eru brattar brekkur og skriður, en síðan taka við þver-
hnipt klettabelti og klettanef alveg upp á brún. Hvítmáfsbyggðirnar
eru venjulega á takmörkuðum og glöggt afmörkuðum svæðum í hamra-
hliðunum. Svæði þessi skera sig úr, og það jafnvel langt að, vegna hins
mikla gróðurs, sem smám saman hefur vaxið upp af driti fuglanna.
Allar syllur og rákir eru þar vaxnar skrúðgrænu grasi og víða vex
þar líka mikið af hvönn og fleiri plöntutegundum. Á stórum svæðum
er líka bergið sjálft litað rauðgult af köfnunarefniskærum skófum.
Framan við hreiðrin eru oftast hvítir drittaumar eða dritskellur á
berginu. I skriðunum neðan við vörpin er einnig mikill og áberandi
gróður. Hin mikla jarðvegsmyndun og hinn mikli gróður í máfavörp-
unum bendir til þess, að þau séu mjög gömul. Máfapörin verpa yfir-
leitt nokkuð dreift innan máfabyggðarinnar, en á stórum og breiðum
syllum geta þó verið fleiri pör saman, en annars staðar aðeins eitt og
eitt par út af fyrir sig. Varpið er einkum ofan til í björgunum, og
sum hreiðrin geta jafnvel verið alveg uppi á brún, svo að ganga má
að þeim. I máfavörpunum við Breiðafjörð var hvítmáfurinn áður fyrr
alveg út af fyrir sig, en nú hefur fýllinn setzt að í mörgum eða jafn-
vel flestum þeirra. Virðist hann beinlínis sækjast eftir að vera í máfa-
byggðunum, og mun hinn mikli gróður þeirra valda mestu um það.
Aðrir fuglar eru þar aftur á móti ekki enn sem komið er.
1 Karlinum við Reykjanes (Gull.) og í Vestmannaeyjum (Stóri-
Stakkur, Máfadrangur) verpur hvítmáfurinn í sjávardröngum, og á
einum stað í Vestmannaeyjum (í Hellisey) á móbergsfláa uppi á
sæbrattri klettaey. Varpstaðurinn í Hellisey er alveg einstakur í sinni
röð, því að þar verpa, eða urpu að minnsta kosti, fjórar tegundir máfa
í sambýli uppi á eynni, en fimmta tegundin í björgunum utan í
henni. Ég kom í Ilellisey í júní 1944. Uppi á eynni urpu þá silfur-
máfur (10 pör), hvitmáfur (4—5 pör), svartbakur (2 pör) og litli
svartbakur (1 par). 1 björgunum utan í eynni var auk þess mikið