Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 48
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN I Tröllatjörn við Geithellnaárbrú sjást kynlegir ljósir og dökkir blettir í vatninu. Stórar flækjur af síkjamara orsaka dökku blettina, en þráðnykra og síkjabrúða hina Ijósu. Fjalldrapi og lyng er í afturför á Geithellnadal, að sögn Þorfinns Jóhann- essonar bónda. Telur hann fé ganga mun harðara að lyngi og kvistlendi síðan far- ið var að gefa ]>vi sildarmjöl með vetrarbeitinni. Land er viða grátt af grámosa á Geithellnadal og sunnan ár í Hofsdal, likt og í Berufirði. Virðist grámosinn einkum verða rikjandi á snjóléttum stöðum. Jurtir berast stundum á ólíklega staði. Inni á Hamarsdal vex t. d. dálitill mjað- urtarbrúskur á einum stað, en hvergi sést mjaðurt annars staðar á þessum slóð- um. Klettar voru viða snjóhvítir af blómskúfum klettafrúarinnar. (Einkennilegu, röndóttu tígulærnar sátu viða í vef sínum í hömrunum). Á Hofsdal í ÁlfíafirÖi mun vera mestur skógur á Austfjörðum. Næst bænum sjást aðeins einstaka smáhríslur é stangli, en þegar fjær dregur bæ og beitarhús- um taka við bjarkarrunnar hér og hvar og loks samfelldur skógur í norðurhliðum dalsins, langt upp eftir og niður að á. Skógurinn er viðast blómlegur, 4—6 m hár og smáhríslur viða í uppvexti. Hrikaleg, djúp lækjagil eru mörg í hliðunum og urðarhunga niður undan hverju gili, svo að geilar ei-u i skóginn. Bóndi kvað skóg- inn rífa ullina af fénu og erfitt að smala í honum. En haglendi er þar golt. Ég gekk um skóginn i stormi og rigningu. Hélt féð sig þá mjög í honum, enda er þar bæði skjólsamt og grösugt. Eflaust mundi landið blása mikið upp, ef skógur- inn væri eyddur. Þannig hefur farið sunnan árinnar. Undirgróður er mikill i skóginum, bæði gras og fagrar blómjurtir, t. d. blágresi, sjöstjarna, brönugras o. fl. / Jórvík í BreiSdal höfðu menn í nokkur ár tekið eftir einkennilegum hrislum innan um birki og lyng á tveimur stöðum. 1 fyrra sannaðist, að þetta var ösp og er Jórvik fjórði fundarstaður hennar á Islandi. I sumar skoðaði Nanna Guðmunds- dóttir kennari öspina og segir svo frá í bréfi: „öspin i Jórvík er í brekku við gil skammt frá bænum og þar taldi fólkið 60 smáplöntur, upp undir 30 cm hæð. Þarna var stærri hrisla fyrir fáum árum, liklega tveggja metra há, en ekki óx hún bein. Mér sýndust plöntumar mundu vera miklu fleiri. Auk þess vex öspin annars staðar í Jórvíkurlandi, en þar kom ég ekki. Heyrt hef ég, að sumar plönt- urnar ]>ar muni vera alt að metri að hæð.“ Líklega leynist öspin viðar í skóg- lendum Austurlands, og e. t. v. viðar um landið. Hún gægist upp hér og hvar á sið- ari árum, sennilega vegna hlýnandi veðurfars og minnkandi beitar. Hafið gát á henni að vori. Espilauf skelfur og skrjáfar við minnsta vindblæ. Óvcnjuleg blómgun trjáa og jurtu. Heggir blómguðust óvenjulega mikið s.l. sumar. 1 Hafnarfirði blómgaðist fyrsti heggurinn 15. maí, og i Reykjavik stóðu heggir, hvitir af blómum við tjörnina og viðar 4. júní. 29. júní voru gullregn alblómguð. — Um mánaðamótin nóv.—des. sprungu út túnfíflar og dvergfíflar og arfi tók að vaxa. 3. janúar 1955 sáust fáeinir dvergfiflar og túnfiflar með blómhnöppum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.