Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 50
42 NÁTTtJRUFRÆÐ.INGURINN Að nokkrum áratugum liðnum mun þessi stjörnuljósmyndun Lick- stöðvarinnar verða endurtekin, og mun þá liggja fyrir hinn mesti efniviður, sem nokkru sinni hefur verið dreginn saman til rannsókna á hreyfingum stjama, miðað við fjarlæg stjörnukerfi. Mat á snún- ingshraða okkar eigin stjörnukerfis (vetrarbrautar) er eitt af mark- miðum þessara víðtæku og langvinnu rannsókna. 4) Guillermo Iiaro, forstjóri Tonanzintla stjömustöðvarinnar í Mexíkó, fann og mældi mikinn fjölda „hægfara“ blossastjarna í stjörnuþokum Öríon-merkis. 5) Milton Humason, starfandi við Wilson-Palomarstöðina, lauk að minnsta kosti einum þætti hinna umfangsmiklu rannsókna sinna á fráfararhraða 580 stjörnukerfa. 1 sambandi við mælingar N. U.May- alls í Lick-stöðinni, á hinum rauðu litbrigðum um 300 stjörnukerfa, hefur þetta grundvallarþýðingu fyrir allar upplýsingar varðandi út- þenslu alheimsins. Humason hefur fundið 20 stjörnukerfi, sem hafa meira en 25,000 km/sek hraða, en mesti hraði, sem hann hefur fund- ið, er lítið eitt yfir 60,000 km á sekúndu. 6) Upp hafa komið nýjar aðferðir til nýtingar á sólorku, svo sem stórframleiðslu á sólsuðutækjum í Indlandi bendir til. Ennfremur sólarofn sá, er byggður var i Kaliforníu, og getur hitnað upp í 4700°C (en það er ekki nema lítið eitt minna en hitastigið við yfirborð splar). Og þá þær uppfinningar, sem skýrt hefur verið frá að nokkru, gerð- ar í Bell Telephone og Wright Air Development Center-rannsókna- stofunum í Bandaríkjunum. Ræðir þar um rafhlöður, sem hlaðast við sólorku. 7) Skrásetning á litabirtumagni hnattmyndaða stjörnukerfisins Messier 3, en nú fyrst tekur þessi skrásetning til stjarna, sem hafa minna birtumagn en sólin, og var hún framkvæmd af þeim Ii. C. Arp og A. R. Sandage með Hale-kíkinum á Palomarfjalli. 8) Dean B. McLaughlyn, prófessor við Michigan-háskóla í Banda- ríkjunum, bar fram nýja og athyglisverða tilgátu til skýringar á linu- dráttunum á yfirborði plánetunnar Mars. Segir hann, að ekki væri fjarri lagi að bera þá saman við „fokmoldarsvæðin" í suðvesturfylkj- um Bandaríkjanna. „Staðvindarnir“ á Mars (sem sæta þar öðrum skilyrðum en hér á jörð, þar sem Mars hefur hvorki höf né langa fjallgarða) hlaða sandi, ryki og eldfjallaösku upp í langa garða, en sumt af þessu efni getur fengið á sig grænleitan blæ, vegna súrefnis- skorts í gufuhvolfi þessarar plánetu. Allar hugmyndir um líf eða „skurði“ á Mars, telur hann vera hugarfóstur — og þó afkvæmi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.