Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 51
SITT AF HVERJU
43
þeirrar vitneskju, sem menn hafa um loftslagshætti plánetunnar. En
gera verður ráð fyrir eldfjallastarfsemi á Mars, til þess að þessi fok-
sandskenning fái haldizt. Enginn nema stjörnufræðingur, rem er vel
heima í jarðfræði og veðurfræði, hefði getað látið sér slíka tilgátu til
hugar koma.
9) Enda þótt enn hafi ekki verið birtar neinar skýrslur, eru hin-
ar umfangsmiklu og viðtæku rannsóknir á sólmyrkvanum í júnímán-
uði hinar merkilegustu til fróðleiks, og þá ef til vill einna helzt rann-
sóknir bandaríska lofthersins, sem dreift var á tíu stöðvar — i Ontario-
fylki, Labrador, Grænlandi, Norðurlöndum og Iran.
10) Mikilsverðar og víðtækar áætlanir um fjárveitingar til stjarn-
fræðirannsókna hafa verið gerðar af National Science Foundation í
Randaríkjunum, og ennfremur liefur sjó- og lofther bandaríkjastjórn-
ar veitt töluverðar upphæðir til rannsókna í hreinum stjarnfræði-
vísindum.
Því má segja, að síðastliðið ár hafi verið merkilegt fyrir athyglis-
verð tillög til beinna stjarnvísinda, og svo einnig fyrir þær skýrslur
visindamanna á öðrum sviðum — svo sem verkfræðinga og útvarps-
sérfræðinga —, sem hafa veitt hina mikilsverðustu aðstoð við sókn
vora til þekkingar á stjörnum, stjörnukerfum, geimrykinu og þá okk-
ar eigin sólkerfi sjálfu.
(Þýtt úr SCIENCE, 10. des 1954, tímariti American Association for the Advance-
ment of Science).
Hjörtur Halldórsson.
Veðrið og vetnissprengjan
Við mörg erlend tímarit og blöð starfa blaðamenn, sem eingöngu rita um vis-
indaleg efni. Eftir einn þessara fréttaritara er eftirfarandi grein, sem birtist í
„New Statesman and Nation".
Vel gæti svo farið, að sagnfræðingar og veðurfræðingar framtíðar-
innar gæfu veðurfarinu á árinu 1954 mikinn gaum. Var þetta fyrsta
árið, sem mannskepnan hafði áhrif á veðurfarið á heimsmælikvarða?
Hafði almúgamaðurinn á réttu að standa, þegar hann skellti skuld-
inni á vetnissprengjuna? Enginn veðurfræðingur er svo hvatvis að láta
uppi dóm sinn í þessu efni eins og nú standa sakir, og það má vel
vera, að Sir Winston Churchill geti sagt með fullum rétti, að magn