Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 53
SITT AF HVERJU 45 innar. Ekkert fyi’irbæri af manna völdum jafnast á við Krakatau- gosið, árið 1883, þegar heil eyja í Suðurhöfum sprakk í loft upp, en gosefnin dreifðu svo ljósinu, að birta minnkaði um allt að 10 prósent. Jafnframt varð vart veðurtruflana. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að útiloka þann möguleika, að sprengjutilraunirnar geti verið or- sök veðurtruflana. Hefur Alþjóðlega veðurstofan, sem tengd er Sameinuðu þjóðunum, viðurkennt þetta og beðið þátttökuriki um upplýsingar, sem gætu sannað eða afsannað áhrif sprengjutil- raunanna. Það er engum vafa undirorpið, að innan vissra marka hafa þær mikil áhrif. Sprengjan veldur sérstöku „veðri“. 23 japanskir fiskimenn fengu að kenna á því, er þeir brenndust af geislavirku ryki frá sprengingunni. Vatn gufar upp við hitann, sem fram kemur við sprenginguna, og berst það með uppstreymi til efri laga lofthjúpsins. Áhrifin, sem sprengjan veldur, fara eftir stærð sprengjunnar og hita- magninu, sem fram kemur við sprenginguna. Gæti sprengingin haft víðtækari áhrif? Sérfræðingur mundi benda á, að sterkustu spreng- ingu mætti líkja við það, að fingri væri þrýst á dýnu, sem samsvaraði þá lofthjúpi jarðarinnar. En auk geislavirks ryks er líka annar mögu- leiki. Heita loftið og rakinn leita upp að efri mörkum lofthjúpsins í voldugri súlu. Við skulum hugsa okkur þessa súlu, ekki eins og fingur, sem þrýst er inn í dýnu, heldur stöpul, sem skotið er lóðrétt upp í loftstrauma, liáloftstraumana frá austri til vesturs. Þessi stöpull gæti or- sakað hringiðu, sem valdið gæti truflunum á stóru flæmi. Frægur eðl- isfræðingur hefur bent mér á það, að slíkar truflanir gætu verið nægi- legar til þess að raska rás fellibyljanna. Venjulega fara þeir leiðir, sem hægt er að reikna út, en s.l. ár voru þær óútreiknanlegar. Þessi skoðun er lika ágizkun, og eins og Sir Winston Churchill myndi segja ,,ekki hægt að sanna hana með tilraun“. Þótt maðurinn hafi ef til vill í blindni hróflað við veðurskilyrðum, er ekki hægt að kenna honum um allt, sem aflaga fer í því efni. Vér lifum á tímum, þegar ókennilegir atburðir gerast á norðurhveli jarð- ar. Norðurhvelið er áreiðanlega að hitna, ísþekjan fer dvínandi. Hún er greinilega þynnri en þegar Sir Hubert Wilkins sigldi undir hana í kafbáti fyrir tuttugu árum. Skriðjöklar rýrna. Takmörk sifrerans færast norður á bóginn. Aklawick heitir norðlæg kanadísk borg. Stjórnin mun ætla að flytja borg þessa, vegna þess að jarðvegurinn undir henni hefur þiðnað, en áður var hann sífrosinn. Er borgin að síga niður að yfirborði Mackenzie-fljótsins. 1 Norður-Noregi plægja bændur nú land, sem var sífrosið fyrir einum mannsaldri. Finnast

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.