Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 57
SITT AF HVERJU 49 rænt loftslag, eitthvað sanibærilegt við það, sem nú er i Suður-Evrópu. Aldur surtarbrandsins er þó enn mjög óviss, og eins og áður segir gefa gróðurleifarnar ekki mjög nákvæmar upplýsingar um loftslagið. Hin nýja aðferð til rannsókna á sjávarhita fyrr meir ætti að geta aukið mikið þekkingu manna á loftslagi á fyrri jarðöldum. Trausti Emarsson. Nýtt heiti á naglús smyrils (Degceriella ruja drosti nom. nov.). Eftir fyrstu samanburðarrannsóknir mínar á íslenzkum ránfugla- lúsum af ættkvíslinni Degeeriella (Fauna Islandica, 1, 1950, s. 2—3) og einnig seinna, er ég birti grein um sama efni (Náttúrufræðingur- inn, 1950, s. 177—182), var ég þeirrar skoðunar, að greina mætti lýs þessarar ættkvíslar, sem lifa á smyrlinum (Falco columbarius), frá Degeeriella-deilitegund þeirri, sem lifir á turnfálka (Falco tinnun- culus) og veiðifálka (Falco rusticolus). Fyrir smyrilslýsnar notaði ég nafnið Degeeriella rufa nitzschi (Giebel), 1874, og takmarkaði um 3eið notkun þessa heitis við Degeeriella rw/n-deilitegund þá, sem lifir á Falco columbarius, en Giebel hafði notað nafnið á lýs af ættkvísl- inni Degeeriella, er fundnar voru bæði á Falco subbuteo, columbarius og peregrinus. Hér hafði mér yfirsézt, að nafn Giebels, Nirmus nitzschi frá 1874, liafði þegar árið 1871 verið notað af Ponton (sjá Hopkins and Clay, A Check List of the Genera and Species of Mallophaga, London 1952, s. 113) og var því ógilt samkvæmt gildandi alþjóða- reglum um nafngiftir í dýrafræði. Ég tek því upp í stað þess nafns nafnið Degeeriella rufa (lrosti nom. nov., gefið til lieiðurs prófessor dr. R. Drost, forstöðumanni fuglaatliugunarstöðvarinnar Llelgoland i Wilholmshavcn, Þýzkalandi, og vel sem neotypu karllús og sem neoallotypu kvenlús, báðar af Falco columbarius (Bær, Hrútafjörður, NV.Island, 2.6.1935, leg. G. Timmermann), og tvær aðrar karllýs og eina kvenlús í safni mínu af sama uppruna sem neoparatypur. Fugl sá, er eintök Giebels fundust á, licfur sennilega verið frá Þýzkalandi, og er talinn liafa verið Falco columbarius aesalon. Þar sem íslenzki smyrillinn (Falco columbarius subaesalon) verður ekki með vissu greindur frá Falco col. aesalon og þar sem hann fer mjög víða á ferðum sínum utan varptímans, er að mínum dómi ekkert 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.