Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 1955, Síða 62
54 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN Ef sætzt er á þetta sjónarmið, eru, að mínum dómi, gerðar of litlar kröfur til hugsandi manna nú á tímum, þegar vísindin eiga ítök á flestum sviðum í daglegu lífi voru. Þá verður og að benda á annað atriði, sem máli skiptir í þessu sambandi: Hér fer nú ört vaxandi sá hópur fagmanna og áhugamanna, sem af faglegri j)ekk- ingu getur lagt dóm á vísindalega röksemdafærslu. Það er augljóst, að mönnum eru mislagðar hendur um framsetningu efnis i slíkum rökræðum, og gætum vér eflaust lært margt af engilsaxneskum Jjjóðum í því efni, en þar er vísindalegri gagnrýni að jafnaði beitt af meiri háttvísi og drengskap en annars staðar, enda standa þær þjóðir fremst í flestum undirstöðu- vísindum nútíma náttúrurannsókna. Mér hefur ávallt fundizt andinn i brezkum vísindastofnunum mannbætandi og menntandi, vegna heilbrigðs hleypidómaleysis og drenglundaðrar sanngirni, sem einkennir samskipti visindamanna. Eins og i flestum nútíma þjóðfélögum móta dagblöðin umræðuvenjur í sivax- andi mæli hér á landi. Án þess að menn geri sér glögga grein fyrir þvi, spilla þau smekk vorum fyrir heiðarlegum og sanngjörnum málaflutningi. Tvö dæmi skulu hér nefnd, sem alþjóð er kunnugt um, þessu til áréttingar, enda er hér um að ræða reglu, en ekki undantekningu. Eitt mesta skáld J)jóðarinnar kvaddi sér hljóðs s.l. haust um vandamál líðandi stundar i stærsta blaði landsins. Annað blað varð fyrir svörum, en það ræddi alls ekki málefnið á þeim velli, sem skáldið hafði haslað, heldur seiidist aftur í persónusögu hans og leitaðist við að finna veilur í dómum hans og framkomu ó fyrri árum. Nokkru síðar kom hingað einn mesti visindamaður þessarar Jijóðar og miðlaði oss af þekkingu sinni og andagift. En honum varð það á að láta i ljós skoð- anir sinar á vanda íslendinga og verkefnum. Nú þóttist dagblað eitt eiga honum grátt að gjalda og þyrlaði upp dylgjum og aðdróttunum á sama hátt og fyrr. Þvi eru þessi atvik rifjuð upp, að þau gleymast of fljótt, og menn sætta sig við slik- an málaflutning. Tímarit voru eni bæði fá og lítið útbreidd, að einu eða tveimur undanteknum, sem mestmegnis fjalla um skáldskap og bókmenntir. En flest eða öll, sem ég vil nefna ]>ví nafni, hafa hlutverki að gegna í íslenzku þjóðfélagi. Þýðing })eirra hef- ur aukizt við það, að flestir fræðimenn eru hættir að rita blaðagreinar, enda eru þeir yfirleitt dregnir í pólitiska dilka, hvort sem þeim likar betur eða verr, eftir því í hvaða blaði þeir birta greinar sínar. fslenzkir blaðamenn, og lesendurnir trúa þeim, virðast halda að inntak mannlegrar viðleitni sé eintóm blaðamennska og is- lenzk tegund af pólitik. En J)ví er ekki þannig farið. Á afmörkuðu sviði hefur Náttúrufræðingurinn mikilvægu hlutverki að gegna. Hann er vettvangur íslenzkra náttúrufræðinga, bæði sérfræðinga og áhugamanna, og starf )>eirra er einn þáttur íslenzkrar menningar. Vissulega mun só tími koma, að mönnum verði þetta almennt ljósara en nú er, því að vér komumst aldrei fram hjá þeirri augljósu staðreynd, að hér ó hjara veraldar erum vér háðari náttúrunni og duttlungum hennar en flestar aðrar ])jóðir. Fullan skilning á sögu vorri og ör- lögum öðlumst vér heldur ekki nema með vaxandi þekkingu á náttúrusögu lands- ins og hafsins, sem umlykur það á alla vegu. I sambandi við efnisval timaritsins virðist mér einkum vera þrenns að gæta. f fyrsta lagi er það hlutverk Nóttúrufræðingsins að koma ó framfæri athugunum islenzkra nóttúruskoðara, þannig að í ritið megi sækja fróðleik uin ]>að, sem er uð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.