Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 63

Náttúrufræðingurinn - 1955, Qupperneq 63
MENN OG MÁLEFNI 55 gerast í íslenzkri náttúrufræði. I þessu efni er ekki hægt að einskorða ritið við þá menn, er alþýðlegast rita um áhugamál sín og rannsóknir, eða þau viðfangsefni, sem almenning fýsir helzt að lesa um. Vér höfum hér vissar skyldur, sem les- endur verða að skilja, og vegna þess verðum vér að gera meiri kröfur til þeirra en ílest önnur íslenzk tímarit. Oss er vel Ijóst, að margt mætti betur fara, en eins og sakir standa getum við ekki uppfyllt óskir þeiiTa lesenda, sem krefjast þess, að hver hugsun sé þýdd á bamamál eða blaðamól. I öðru lagi hygg ég, að umræður um nóttúruvernd muni smám saman færast yfir ó þennan vettvang. Að vísu er það svo, að slik mál eru að jafnaði mestu hita- mál Alþingis, en þar virðast þau rædd af miklu meiri vilja en getu, og mörg eru afgreidd ón þess að náttúrufræðingar hafi um þau fjallað. Til þessa málaflokks heyra mörg þýðingarmestu vandamál samtiðarinnar, náttúruvernd í víðasta skiln- ingi þess orðs. Vér þurfum að læra að græða landið, og til þess að ekki verði stór- kostleg mistök í því efni, þarf víðtækar rannsóknir og tilraunir. Ofarlega á baugi eru friðunarmólin, friðun fugla, og ekki sízt fiska í vötnum og sjó. Vakandi auga þarf að hafa á merkilegum náttúruminjum, svo að þær verði ekki fyrir spjöll- um af hendi skammsýnna manna. Loks eru ón efa möguleikar á því að auðga bæði plönturíki og dýralíf landsins með innflutningi erlendra tegunda, sem geta sætt sig við óblíða náttúru þessa lands, en nóttúrufræðingum er vel ljóst, að í því efni má ekki rasa um ráð fram. í þriðja lagi er þörf fleiri fræðandi greina í Náttúrufræðingnum. En eftir því som fjöldi náttúrufræðinga og óhugamanna hefur vaxið, hefur reynzt æ erfiðara að sinna þessu hlutverki, og oss hefur lengi verið ljóst, að í því efni hefur Nóttúru- fræðingnum verið áfótt. En hér er við ramman reip að draga, því að ef satt skal segja, þá vilja flestir rita um sinar eigin athuganir, og oft hefur borizt svo mikið af slíku efni, er ritstjóranum þótti skylt að birta, að ritið varð fulll óður en varði. Ég benti ó það endur fyrir löngu, að eina viðunandi úrlausnin væri sú að stækka ri.tið. Stjórn Náttúrufræðifélagsins hefur nú sýnt þann skilning og það óræði að síækka tímaritið um tvær arkir á ári. Verður því rúmi einkum varið til þýðinga úr erlendum ritum og fræðandi greina úr ýmsum óttum. Náttúrufræðingnum er það sérstakt ónægjuefni að geta birt vísindalega ritgerð eftir tvo nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Ritgerð þeirra Agnars Ingólfssonar og Arnþórs Garðarssonar sýnir ljóslega, hve nytsamt verk og skemmtilegt óhuga- menn í islenzkri nóttúrufræði geta innt af hendi. Það er aðdáunarverður vilji, sem liggur að baki þessum athugunum, en ekki trúi ég öðru en að höfundamir hafi fengið erfiði sitt vel launað. Við skipulagningu slíkrar rannsóknar skiptir það miklu máli, að rétt sé af stað farið, og það dregur ekki úr gildi athugananna né framlagi liöfunda, að þeir hafa átt góðan róðunaut. Grein þessi ætti að verða mörgum óhugamönnum holl hugvekja, því hún verður ávallt merkileg heimild um fuglalíf, sem nú er að hverfa. Dýralif tekur nú miklum breytingum hér á landi, en þær breytingar sigla óumflýjanlega í kjölfar aukinnar búsetu og ræktunar. Vaðfuglum fækkar, því að þeir verða að flýja kjörlendi sín, þegar mýrarnar eru ræstar fram, en sumum sjó- fugluin fjölgar gífurlega, vegna aukins fiskúrgangs, sem er fyrir borð kastað. Þeir félagar, Agnar og Arnþór, hafa fest ó skró óður en það var um seinan, hvernig fuglalífið var á Seltjamarnesi áður en byggð eyddi sérkennum jiess að öllu leyti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.