Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 65
Ritfregnir
Hjörtur Hulldúrsson: Þættir úr ævisögu jarð’ar. Sex erindi, flutt i
Ríkisútvarpið í ársbyrjun 1953. Gefið út á kostnað höfundar. Reykja-
vík 1954. Verð: 50 krónur.
Hjörtur Halldórsson, menntaskólakennari, hefur unnið Jjnrft verk með þýðing-
um erlendra náttúrufræðirita á islenzka tungu. Það er auðséð, að Hjörtur kynnir
sér vel þau efni, sem hann fjallar um, og málfar hans er lipurt og hugkvæmt, enda
tr það mikið vandaverk að setja fram visindalegar kenningar á alþýðlegan liátt.
Nýlega hefur Iljöitur tekið saman bók, er nefnist „Þættir úr ævisögu jarðar",
og voru þeir fyrst fluttir í útvarpinu. Bókin er útdráttur úr þekktu riti eftir stjarn-
eðlisfræðinginn George Gamow, og eru kaflamir þessir:
1. Aldur jnrfiar — Aldur úthafanna, Aldur bergsins, Fjölgun i fjölskyldunni,
Gætu pláneturnar verið eingetnar, Flóðbylgjukenningin, Hvernig umferða-
brautir plánetanna urðu hringlaga, Barnabörn sólar.
II. Breytt viShorf — Hafði Laplace rétt fyrir sér — þrátt fyrir allt?
III. Afkvœrni jarSar — Sveifluháttar-kenningin, Fráhvarf tunglsins, Flóðbylgjur
á tungli, Ásýnd tunglsins, „örið“.
IV. Loftslag fyrri tíma — Við lifum á jökulskeiði, Áður var hlýrra, Flytjast heim-
skautin til á yfirborði jarðar?, Hver er orsök ísalda?
V. Saga lífsirrs — Hið mikla miðríki skriðdýranna.
VI. NútiS og framtíS.
Eins og sjá má af þessu yfirliti, er ritið girnilegt til fróðleiks, og liefur Hirti
tekizt, vel að klaiða efnið i viðfelldinn búning.
H. E.
Jún Eyþúrsson: VeSurfræSi. Ágrip. Gefið út á kostnað höfundar.
Reykjavik 1955. Verð: 30 krónur.
Glöggskyggn útlendingur, sem ferðaðist um Island síðastliðið sumar, viðhafði þau
orð um landið, að það væri brugghús veðurfarsins, og ekkert varð honum starsýnna
á en himinn þann, er hvelfist yfir þetta land og sibreytilegar skýjamyndir lians.
Víst er um það, að veðrátta er óvíðá jafn breytileg og á íslandi og jafnvíst, að fáar,
ef nokkrar, þjóðir eiga meira undir veðri en Islendingar.
ísland hefur og löngum átt bændur og sjósóknara, sem voru naskir á að sjá fyrir
veður, en fræðileg þekking á veðráttu og lögmálum veðurfars hefur verið af skorn-
um skammti og veldur þar einkum skortur á handhægum fræðsluritum um Jietta
efni. Rit Bjarna Sæmundssonar, Sjór og loft, var að ýmsu leyti gott rit, en er löngu
úrelt orðið, enda samið áður en kenningar Björgvinjarskólans svonefnda um mynd-
un og þróun lægða höfðu rutt sér rúms, en ferill og þróun lægða ræðuv mestu
um islenzka veðráttu.